Helgin komin og ég með gríðarlega löngun í að kynnast nýju fólki og skemmta mér konunglega. Helst á meðan ég sit við borð og hugsa um viðarmenn á skákborði.
Sem betur fer var hringt í mig í gær og ég beðinn um að tefla með austfirðingum á laugardagskvöldið á einhverju sveitaskákmóti. Helginni bjargað fyrir horn þessu sinni. Grínlaust.
föstudagur, 29. febrúar 2008
fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Stundum er ég spurður "hvernig líður vinum þínum?" og ég hef hingað til svarað "Ég á erfitt með að svara þessari spurningu þar sem ég get ekki tekið meðaltal og staðalfrávik af lýsingarorðum".
Þangað til núna! Nýlega hef ég sannfært vini mína um að svara í tölum (á skalanum 0-10) um það hvernig þeim líði. Í morgun svöruðu svo í fyrsta sinn nógu margir til að ég geti svarað þessari spurningu með 95% öryggisbili.
Vinum mínum líður að meðaltali 7,13 af 10 með staðalfrávik 0,63, sem þýðir að þeim líður öllum frekar svipað vel.
Frábært.
Þangað til núna! Nýlega hef ég sannfært vini mína um að svara í tölum (á skalanum 0-10) um það hvernig þeim líði. Í morgun svöruðu svo í fyrsta sinn nógu margir til að ég geti svarað þessari spurningu með 95% öryggisbili.
Vinum mínum líður að meðaltali 7,13 af 10 með staðalfrávik 0,63, sem þýðir að þeim líður öllum frekar svipað vel.
Frábært.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
* Í gærkvöldi hélt ég að ég væri með mjög miklar meltingatruflanir þegar peysan skalf undan, að því er virtist, mikilli ókyrrð í maga. Ég uppgötvaði í biðröð á salernið að síminn var bara að hringja, en hann skelfur í stað þess að hringja. Ég hafði gleypt hann fyrr um kvöldið.
* Internetlýðurinn hefur komist að því hvenær ég byrjaði að nota google. Þessi mynd birtist nýlega á helstu fréttasíðum heims. Mjög neyðarlegt.
* Internetlýðurinn hefur komist að því hvenær ég byrjaði að nota google. Þessi mynd birtist nýlega á helstu fréttasíðum heims. Mjög neyðarlegt.
miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýja útvarpsauglýsingin frá Umferðarráði er að slá í gegn, amk hjá mér. Í henni heyrist maður geispa mjög fast. Því næst er fólki bent á að þreyta valdi slysum í umferðinni.
Ég hlusta bara á útvarpið í bílnum, eins og ca 50% af þjóðinni geri ég ráð fyrir.
Þar sem geispi er mjög smitandi geispaði ég ítrekað við að hlusta á auglýsinguna og keyrði næstum á ljósastaur. Frábær auglýsing!
Ég hlusta bara á útvarpið í bílnum, eins og ca 50% af þjóðinni geri ég ráð fyrir.
Þar sem geispi er mjög smitandi geispaði ég ítrekað við að hlusta á auglýsinguna og keyrði næstum á ljósastaur. Frábær auglýsing!
þriðjudagur, 26. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég get skilið ýmislegt. Ég skil til dæmis af hverju fólk lætur teikna mynd á sig sem fer aldrei (húðflúr), þó ég myndi aldrei gera það sjálfur.
Ég get líka skilið af hverju fólk kýs dæmigerðasta eurovision lag allra tíma sem aldrei mun fá stig í keppninni erlendis, í stað þess að kjósa eitthvað frumlegt og jafnvel fyndið (dr. Spock/Mercedes fríkin).
Ég get jafnvel skilið hvernig heil þjóð getur stutt mann sem stundar útrýmingu kynstofns og stríð um víða veröld (Hitler/Bush).
En ég get ekki skilið hvernig fullorðnir karlmenn geta klæðst rauðum gallabuxum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég sá svoleiðis í gærmorgun og hef ekki hugsað um annað síðan.
Ég get líka skilið af hverju fólk kýs dæmigerðasta eurovision lag allra tíma sem aldrei mun fá stig í keppninni erlendis, í stað þess að kjósa eitthvað frumlegt og jafnvel fyndið (dr. Spock/Mercedes fríkin).
Ég get jafnvel skilið hvernig heil þjóð getur stutt mann sem stundar útrýmingu kynstofns og stríð um víða veröld (Hitler/Bush).
En ég get ekki skilið hvernig fullorðnir karlmenn geta klæðst rauðum gallabuxum eins og ekkert sé sjálfsagðara. Ég sá svoleiðis í gærmorgun og hef ekki hugsað um annað síðan.
mánudagur, 25. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þessa mynd ætlaði ég að senda inn á föstudaginn síðasta í gegnum símann og slá þannig tvær hrossaflugur í einu höggi:
1. Að blogga.
2. Að vera mjög væminn (mikið áhugamál hjá mér).
Það tókst ekki betur en svo að síminn fraus þannig að á skjánum blikkuðu skilaboðin "424A324". Þessu tók ég eftir eftir (eftir skrifað þrisvar í röð) hálftíma af ótrúlegri kyrrð.
En þá kem ég mér að efninu; ég náði að þýða skilaboð símans til mín. 424A324 þýðir "Komm on! Ekki senda þessa glötuðu mynd á bloggið maður".
Ég diffraði og heildaði skilaboðin á víxl þar til skilaboðin komu ljós.
sunnudagur, 24. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í morgun vaknaði ég við að síminn hringdi. Áður en lengra er haldið í sögunni er betra að útskýra með mynd hvernig staðan var:
Fjólublátt = rúmið mitt
Gula = náttborðið
1 = ég
2 = síminn.
Ég lá á maganum, þannig að fyrsta verkefni mitt var að snúa mér við með hjálp handanna. Það var ekki hægt af því ég lá ofan á þeim og svo mikill náladoði í þeim að ég gat ekki hreyft þær.
Þá ætlaði ég að snúa mér við með hjálp fótanna. Það gekk ekki heldur þar sem ég var sárþjáður í náranum vegna þess að ég mætti á körfuboltaæfingu í gær (og er meiddur í nára).
Ég lá því í nokkrar mínútur og hugsaði hvort ég yrði fastur svona í allan dag. Þá datt mér snjallræði í hug. Ég byrjaði að rugga mér í þeim tilgangi að ná að hnoða annarri hendinni undan mér.
Það tókst eftir nokkrar mínútur. Náladoðinn hvarf eftir einhverja stund og ég dró mig að hinum enda rúmsins á annarri hendinni þar sem síminn var. Hann var löngu hættur að hringja (og síðar kom í ljós að þetta hafði verið rangt númer).
Þetta var einhver ævintýralegasta vöknun sem ég hef lent í. Hvernig ég komst svo endanlega á fætur er efni í annan kafla, sem ég fer ekki nánar út í núna (það inniheldur kaðal og notkun á Pýþagoras reglunni).
Fjólublátt = rúmið mitt
Gula = náttborðið
1 = ég
2 = síminn.
Ég lá á maganum, þannig að fyrsta verkefni mitt var að snúa mér við með hjálp handanna. Það var ekki hægt af því ég lá ofan á þeim og svo mikill náladoði í þeim að ég gat ekki hreyft þær.
Þá ætlaði ég að snúa mér við með hjálp fótanna. Það gekk ekki heldur þar sem ég var sárþjáður í náranum vegna þess að ég mætti á körfuboltaæfingu í gær (og er meiddur í nára).
Ég lá því í nokkrar mínútur og hugsaði hvort ég yrði fastur svona í allan dag. Þá datt mér snjallræði í hug. Ég byrjaði að rugga mér í þeim tilgangi að ná að hnoða annarri hendinni undan mér.
Það tókst eftir nokkrar mínútur. Náladoðinn hvarf eftir einhverja stund og ég dró mig að hinum enda rúmsins á annarri hendinni þar sem síminn var. Hann var löngu hættur að hringja (og síðar kom í ljós að þetta hafði verið rangt númer).
Þetta var einhver ævintýralegasta vöknun sem ég hef lent í. Hvernig ég komst svo endanlega á fætur er efni í annan kafla, sem ég fer ekki nánar út í núna (það inniheldur kaðal og notkun á Pýþagoras reglunni).
föstudagur, 22. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær var ég pantaður í módelstörf klukkan 14:00 í dag. Ég mætti að sjálfsögðu og stóð mig nokkuð vel sagði konan sem tók myndirnar. Sérstaklega á erótísku hálf-nektarmyndunum.
Markaðurinn fyrir þessar myndir er frekar lítill; taugaskurðlæknir bað um þær. Það er því skiljanlegt að ég hafi ekki fengið neitt borgað fyrir myndatökuna, heldur þurfti að greiða rúmar 7.000 krónur fyrir. Svo má ég ekki heldur fá eintak af þessum röntgenmyndum í portfólíó möppuna mína, sem er ennþá tóm.
En samt, mitt fyrsta gigg orðið að veruleika.
Markaðurinn fyrir þessar myndir er frekar lítill; taugaskurðlæknir bað um þær. Það er því skiljanlegt að ég hafi ekki fengið neitt borgað fyrir myndatökuna, heldur þurfti að greiða rúmar 7.000 krónur fyrir. Svo má ég ekki heldur fá eintak af þessum röntgenmyndum í portfólíó möppuna mína, sem er ennþá tóm.
En samt, mitt fyrsta gigg orðið að veruleika.
fimmtudagur, 21. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er rosalegt hvað einn eða tveir stafir geta breytt miklu. Dæmi:
* Hægt er að breyta fáránlega sorglegum viðburði í það fyndnasta sem til er með stöfunum na. Þannig breytist banaslys í bananaslys.
* Það er fínt að fá B á prófi en bætirðu N og A sitt hvorum megin við stafinn verður til NBA, sem er margfalt betra.
* Ef Rambó hefði byrjað á stafnum B í stað R, þá héti hann Bambó, sem er vonlaust nafn á raðmorðingja. Sömu sögu má segja um Bambi, sem myndi neyðasta til að gerast hryðjuverkadádýr ef nafnið hann byrjaði á R.
* Ef foreldar mínir hefur óvart skrifað St í stað F á skjalið sem fór til þjóðskrár þegar ég var lítill... þá hefði það sennilega engu breytt.
* Hægt er að breyta fáránlega sorglegum viðburði í það fyndnasta sem til er með stöfunum na. Þannig breytist banaslys í bananaslys.
* Það er fínt að fá B á prófi en bætirðu N og A sitt hvorum megin við stafinn verður til NBA, sem er margfalt betra.
* Ef Rambó hefði byrjað á stafnum B í stað R, þá héti hann Bambó, sem er vonlaust nafn á raðmorðingja. Sömu sögu má segja um Bambi, sem myndi neyðasta til að gerast hryðjuverkadádýr ef nafnið hann byrjaði á R.
* Ef foreldar mínir hefur óvart skrifað St í stað F á skjalið sem fór til þjóðskrár þegar ég var lítill... þá hefði það sennilega engu breytt.
miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag á Björgvin bróðir afmæli. Ég óska honum hérmeð opinberlega til hamingju með afmælið.
Allavega, ég nefndi þetta við Jónas Reyni í dag en símanúmerið hjá honum er 8.662.038. Símanúmerið hjá Björgvini er 8.662.066. Ég ákvað að setja þetta í Excel og skoða nánar.
Þið lásuð rétt. Björgvin er 28 ára í dag, en munurinn á símanúmerum Björgvins og Jónasar er 28 líka! Þetta er of rosalegt til að þegja yfir. Látið það berast!
Allavega, ég nefndi þetta við Jónas Reyni í dag en símanúmerið hjá honum er 8.662.038. Símanúmerið hjá Björgvini er 8.662.066. Ég ákvað að setja þetta í Excel og skoða nánar.
Þið lásuð rétt. Björgvin er 28 ára í dag, en munurinn á símanúmerum Björgvins og Jónasar er 28 líka! Þetta er of rosalegt til að þegja yfir. Látið það berast!
þriðjudagur, 19. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að sýna fram á hversu illa ég er haldinn af blogghugmyndaleysi þá fylli ég út þennan óskapnað. Ég breyti þessu þó aðeins, hendi út helling af atriðum og rita smá um hvern kross/ókross:
( ) Reykt sígarettu. Ekki reykt sígarettu. En ég hef séð sígarettu.
( ) Lent í slagsmálum. Ekki líkamlegum slagsmálum.
( ) Kysst ókunnuga. Ég er ekki karlhóra, ennþá.
(X) Haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki. Talsverða andúð já.
( ) Farið á blint stefnumót. Ef ég geri það, gefið mér kjaftshögg í magann.
(X) Skrópað í skólanum. Hafa ekki allir gert það?
( ) Kveikt í þér viljandi. Ekki svo ég viti. Ég er ekki mjög emó.
( ) Farið á sjóskíði. Ég hef ekki einu sinni farið á skíði, hvað þá sjóskíði.
( ) Farið á skíði. Ég hef ekki einu sinni farið á sjóskíði, hvað þá skíði.
(X) Hitt einhvern sem þú kynntist á Internetinu. Hef samt aðallega kynnst einhverjum á internetinu sem ég hef hitt í lífinu.
(X) Farið á tónleika. Foo fighters og White stripes.
(X) Tekið verkjalyf. Ég lifi lífinu og tek verkjatöflur.
( ) Búið til snjóengil. Ég trúi ekki á engla.
( ) Haldið kaffiboð. Nei, en ég hef haldið kjafti (lol?).
( ) Byggt sandkastala. Hér eru ekki strandir, hvað þá hæfileikar hjá mér til að gera sandkastala.
(X) Hoppað í pollum. Meira dottið í polla samt.
(X) Farið í "tískuleik". Ég var mjög fullur! Og í dópi. Og bara barn.
( ) Hoppað í laufblaðahrúgu. Ég man ekki eftir að hafa séð laufblaðahrúgu um ævina.
( ) Rennt þér á sleða. Ég nánast bjó á sleða þegar ég var yngri.
( ) Verið einmana. Nei, ég hef aldrei verið einmanna. Það er...jú ok.
(X) Sofnað í vinnunni/skólanum. Hef samt vakað miklu meira í vinnunni en sofið.
( ) Horft á sólarlagið. Nei, loka alltaf augunum þegar sólin er að setjast.
( ) Fundið jarðskjálfta. Ekki náttúrulegan.
(X) Nýlega keypt The Trumanshow og Johnny Dangerously á DVD. Vá. Þetta er góður listi.
(X) Verið kitlaður. Af kitluræningjanum.
(X) Verið rændur. Sjá svar að ofan.
(X) Verið misskilinn. Á Subway matsölustað í Minnesota, USA. Bað um Subway Melt við lítinn skilning svartasta manns sem ég hef séð.
( ) Klappað hreindýri/geit/kengúru. Þið hafið engar sannanir fyrir þessu.
(X) Ekki nennt að klára lista.
(X) Kysst spegil. En ég hef afsökun. Hélt ég væri að kyssa sjálfan mig.
(X) Liðið eins og þú passaðir ekki inn. Þá er bara að nota sleipiefni.
( ) Borðað líter af ís á einu kvöldi. Aldrei lítra eða minna.
(X) Verið vitni að glæp. Er maður ekki vitni þegar maður fremur glæpinn sjálfur?
( ) Efast um að hjartað segði þér rétt til. Efast um að hjartað geti talað, já. Annars nei.
(X) Leikið þér berfættur í drullunni. Ekki spyrja hvaða drullu.
(X) Farið í löggu og bófa leik. Hef samt ekki farið í þannig leik í margar margar vikur.
(X) Hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér. Nema það var ekki gos og ekki nef.
(X) Stungið út tungunni til að ná snjókorni. Náði því ekki.
(X) Fyllt út vonlausan lista af því þig vantar blogghugmyndir.
( ) Reykt sígarettu. Ekki reykt sígarettu. En ég hef séð sígarettu.
( ) Lent í slagsmálum. Ekki líkamlegum slagsmálum.
( ) Kysst ókunnuga. Ég er ekki karlhóra, ennþá.
(X) Haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki. Talsverða andúð já.
( ) Farið á blint stefnumót. Ef ég geri það, gefið mér kjaftshögg í magann.
(X) Skrópað í skólanum. Hafa ekki allir gert það?
( ) Kveikt í þér viljandi. Ekki svo ég viti. Ég er ekki mjög emó.
( ) Farið á sjóskíði. Ég hef ekki einu sinni farið á skíði, hvað þá sjóskíði.
( ) Farið á skíði. Ég hef ekki einu sinni farið á sjóskíði, hvað þá skíði.
(X) Hitt einhvern sem þú kynntist á Internetinu. Hef samt aðallega kynnst einhverjum á internetinu sem ég hef hitt í lífinu.
(X) Farið á tónleika. Foo fighters og White stripes.
(X) Tekið verkjalyf. Ég lifi lífinu og tek verkjatöflur.
( ) Búið til snjóengil. Ég trúi ekki á engla.
( ) Haldið kaffiboð. Nei, en ég hef haldið kjafti (lol?).
( ) Byggt sandkastala. Hér eru ekki strandir, hvað þá hæfileikar hjá mér til að gera sandkastala.
(X) Hoppað í pollum. Meira dottið í polla samt.
(X) Farið í "tískuleik". Ég var mjög fullur! Og í dópi. Og bara barn.
( ) Hoppað í laufblaðahrúgu. Ég man ekki eftir að hafa séð laufblaðahrúgu um ævina.
( ) Rennt þér á sleða. Ég nánast bjó á sleða þegar ég var yngri.
( ) Verið einmana. Nei, ég hef aldrei verið einmanna. Það er...jú ok.
(X) Sofnað í vinnunni/skólanum. Hef samt vakað miklu meira í vinnunni en sofið.
( ) Horft á sólarlagið. Nei, loka alltaf augunum þegar sólin er að setjast.
( ) Fundið jarðskjálfta. Ekki náttúrulegan.
(X) Nýlega keypt The Trumanshow og Johnny Dangerously á DVD. Vá. Þetta er góður listi.
(X) Verið kitlaður. Af kitluræningjanum.
(X) Verið rændur. Sjá svar að ofan.
(X) Verið misskilinn. Á Subway matsölustað í Minnesota, USA. Bað um Subway Melt við lítinn skilning svartasta manns sem ég hef séð.
( ) Klappað hreindýri/geit/kengúru. Þið hafið engar sannanir fyrir þessu.
(X) Ekki nennt að klára lista.
(X) Kysst spegil. En ég hef afsökun. Hélt ég væri að kyssa sjálfan mig.
(X) Liðið eins og þú passaðir ekki inn. Þá er bara að nota sleipiefni.
( ) Borðað líter af ís á einu kvöldi. Aldrei lítra eða minna.
(X) Verið vitni að glæp. Er maður ekki vitni þegar maður fremur glæpinn sjálfur?
( ) Efast um að hjartað segði þér rétt til. Efast um að hjartað geti talað, já. Annars nei.
(X) Leikið þér berfættur í drullunni. Ekki spyrja hvaða drullu.
(X) Farið í löggu og bófa leik. Hef samt ekki farið í þannig leik í margar margar vikur.
(X) Hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér. Nema það var ekki gos og ekki nef.
(X) Stungið út tungunni til að ná snjókorni. Náði því ekki.
(X) Fyllt út vonlausan lista af því þig vantar blogghugmyndir.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samkvæmt Excelskjalinu sem ég held um líðan mína, var sunnudagurinn síðasti mesti tilfinningarússibani síðustu 2ja ára.
Meðallíðanin þann daginn, á skalanum 0-10, var 5,92 (0,42 yfir meðaltali þetta árið) en staðalfrávikið var hvorki meira né minna en 2,16!
Hér má sjá mynd af deginum:
Helstu viðburðir:
04:00 Fer að sofa úrvinda úr þreytu.
07:00 Dreymir skemmtilegan draum.
10:00 Vakna við að það er hellisbúi að bora í vegg í húsinu.
13:00 Hellisbúinn hættir að bora.
15:00 Nóg að gera í frítímanum.
18:00 Klippi nögl of stutt. Blæðir smá.
19:00 Sársaukinn af nöglinni stigmagnast. Jaðrar við þunglyndi.
Ég er ekki mikið fyrir svona óstöðugleika. Ég hef því ákveðið að reyna að gerast þunglyndur, svo sveiflurnar minnki.
Meðallíðanin þann daginn, á skalanum 0-10, var 5,92 (0,42 yfir meðaltali þetta árið) en staðalfrávikið var hvorki meira né minna en 2,16!
Hér má sjá mynd af deginum:
Helstu viðburðir:
04:00 Fer að sofa úrvinda úr þreytu.
07:00 Dreymir skemmtilegan draum.
10:00 Vakna við að það er hellisbúi að bora í vegg í húsinu.
13:00 Hellisbúinn hættir að bora.
15:00 Nóg að gera í frítímanum.
18:00 Klippi nögl of stutt. Blæðir smá.
19:00 Sársaukinn af nöglinni stigmagnast. Jaðrar við þunglyndi.
Ég er ekki mikið fyrir svona óstöðugleika. Ég hef því ákveðið að reyna að gerast þunglyndur, svo sveiflurnar minnki.
mánudagur, 18. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég las það í Fréttablaðinu í morgun að Paul nokkur Mc nokkur Cartney eigi að borga fyrrum (gleði?)konu sinni Heather Mills 9 milljarða króna fyrir að hafa verið gift honum.
Áhugavert. Mig minnir að þau hafi gifst 11. júní 2002 og gott ef þau hafi ekki ákveðið að skilja 17. maí 2006. Þau voru semsagt gift í ca 1.436 daga.
Ef við gerum ráð fyrir að þau hafi verið hress og stundað mök 4 sinnum í viku, þá reiknast mér að hún hafi tekið um 11 milljónir króna fyrir hvern drátt á meðan á hjónabandinu stóð.
En þetta snýst ekki um mök. Þetta snýst um ást.
Hún tók þá 6.267.409 krónur á hvern ástfanginn dag eða 261.142 krónur á tímann. Líklega best launaða portkona heims, ef hún væri það. Sem hún auðvitað er ekki.
Áhugavert. Mig minnir að þau hafi gifst 11. júní 2002 og gott ef þau hafi ekki ákveðið að skilja 17. maí 2006. Þau voru semsagt gift í ca 1.436 daga.
Ef við gerum ráð fyrir að þau hafi verið hress og stundað mök 4 sinnum í viku, þá reiknast mér að hún hafi tekið um 11 milljónir króna fyrir hvern drátt á meðan á hjónabandinu stóð.
En þetta snýst ekki um mök. Þetta snýst um ást.
Hún tók þá 6.267.409 krónur á hvern ástfanginn dag eða 261.142 krónur á tímann. Líklega best launaða portkona heims, ef hún væri það. Sem hún auðvitað er ekki.
sunnudagur, 17. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á fimmtudagskvöldið síðasta ákvað ég að brjóta odd af oflæti mínu og hitta vini mína í keilu. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að ég lét sjá mig á almannafæri. Og jú, ég skoraði 194 stig í fyrri umferðinni, sem er ca 18% aukning á fyrra meti mínu. Alls vorum við 7 að spila og þurftum 2 brautir undir mannskapinn. Bergvin vann lotu 2 talsvert öruggt.
Þessu náði ég þrátt fyrir truflun sjóræningja sem til heyrir Pirates of the Faxaflói grúppunni sem slapp af kleppi rétt fyrir helgi.
Til að fagna þessum árangri fór ég í bíó í gærkvöldi á myndina Sweeney Todd.
Myndin inniheldur skemmtilega leikara og er leikstýrð af Tim Burton, þannig að ég bjóst við að hún væri nokkuð skotheld. Það gleymist að taka það fram í auglýsingunni fyrir myndina að hún er sungin. Og ekki bara sungin heldur eru lögin þau leiðinlegustu sem mögulegt er að semja. Án nokkurs vafa leiðinlegasta mynd sem ég hef séð síðustu ár. 0 stjarna af 4.
Þessu náði ég þrátt fyrir truflun sjóræningja sem til heyrir Pirates of the Faxaflói grúppunni sem slapp af kleppi rétt fyrir helgi.
Til að fagna þessum árangri fór ég í bíó í gærkvöldi á myndina Sweeney Todd.
Myndin inniheldur skemmtilega leikara og er leikstýrð af Tim Burton, þannig að ég bjóst við að hún væri nokkuð skotheld. Það gleymist að taka það fram í auglýsingunni fyrir myndina að hún er sungin. Og ekki bara sungin heldur eru lögin þau leiðinlegustu sem mögulegt er að semja. Án nokkurs vafa leiðinlegasta mynd sem ég hef séð síðustu ár. 0 stjarna af 4.
föstudagur, 15. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega kom myndin P.s. I love you í sýningu í bíóhúsum landsins (lesist: Reykjavíkur). Þetta er hvalreki fyrir menn (karl- og kvenmenn) sem elska einhvern á laun og vilja athuga hvort tilfinningin er gagnkvæm. Það þarf samt að fara varlega með notkunina á myndinni. Hér er smá kennslustund:
A er ástfangin(n) af B sem óvíst er hvernig líður varðandi A. A hittir B á spjalli á netinu*:
A: Hæ, hver er uppáhalds liturinn þinn?
B: Glær, af hverju?
A: Æ bara. Jæja, fleira var það ekki. Bæbæ
A: P.s. I love you...
B: ha?? OJ!!!
A: ...er víst góð mynd, en hún er í bíóhúsum landsins.
A: Hvað hélstu að ég meinti?
B: Ó, nei ekkert. Já, fín mynd.
A: ok, bæ
B: Bæ
Í dæminu að ofan var viðkomandi synjað, en með því að nota myndina bjargaði hinn ástfangni sér fyrir horn. Þetta þarf ekki alltaf að fara svona, þó það sé líklegt.
* Til að gera samtalið skýrara voru ca 50 broskallar fjarlægðir úr spjallinu.
A er ástfangin(n) af B sem óvíst er hvernig líður varðandi A. A hittir B á spjalli á netinu*:
A: Hæ, hver er uppáhalds liturinn þinn?
B: Glær, af hverju?
A: Æ bara. Jæja, fleira var það ekki. Bæbæ
A: P.s. I love you...
B: ha?? OJ!!!
A: ...er víst góð mynd, en hún er í bíóhúsum landsins.
A: Hvað hélstu að ég meinti?
B: Ó, nei ekkert. Já, fín mynd.
A: ok, bæ
B: Bæ
Í dæminu að ofan var viðkomandi synjað, en með því að nota myndina bjargaði hinn ástfangni sér fyrir horn. Þetta þarf ekki alltaf að fara svona, þó það sé líklegt.
* Til að gera samtalið skýrara voru ca 50 broskallar fjarlægðir úr spjallinu.
fimmtudagur, 14. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gerirðu þér grein fyrir því að:
* Þú ert með mjög fallegt andlit?
* Við fljótum í geimnum?
* Að hamingja lætur þig gráta?
* Að allir sem þú þekkir munu einhverntíman deyja?
Ég mæli með því að fólk átti sig á því að lífið er stutt. Um að gera að lifa því, til dæmis með því að skrifa fleiri athugasemdir.
Ótrúleg tilviljun; þessar frumlegu pælingar mínar hafa verið settar í lag sem ég var að hlusta á í dag:
* Þú ert með mjög fallegt andlit?
* Við fljótum í geimnum?
* Að hamingja lætur þig gráta?
* Að allir sem þú þekkir munu einhverntíman deyja?
Ég mæli með því að fólk átti sig á því að lífið er stutt. Um að gera að lifa því, til dæmis með því að skrifa fleiri athugasemdir.
Ótrúleg tilviljun; þessar frumlegu pælingar mínar hafa verið settar í lag sem ég var að hlusta á í dag:
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég leysti talsvert stórt vandamál í gærkvöldi þegar vinkona mín bauðst til að passa krakkana mína, ef ég vildi fara út á lífið. Hún bauðst til þess af því ég er starfsmaður 365 og hef því allar þær stöðvar sem fyrirtækið býður upp á (ca 70 stöðvar), sem hún má horfa á (og borða allt sem hún vill úr ísskápnum).
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki eignast konu og börn undanfarið hefur verið einmitt að ég er hræddur um að fá ekki pössun. Ég get þá farið að byrja á þessu helvíti.
Ástæðan fyrir því að ég hef ekki eignast konu og börn undanfarið hefur verið einmitt að ég er hræddur um að fá ekki pössun. Ég get þá farið að byrja á þessu helvíti.
miðvikudagur, 13. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýjasta Kollekt auglýsing Símans, sem ég virðist ekki finna á netinu, fjallar um strák sem er að hrekkja köttinn sinn á pirrandi hátt. Kötturinn borðar þá eiganda sinn í einum bita. Eigandinn er svo fastur í maganum og á enga inneign í símanum til að láta vita af sér.
Þessi auglýsing er sú heimskulegasta, barnalegasta, ófyndnasta og ömurlegasta sem ég hef um ævina séð. Hún er svo vond að mig langar til að sprengja hausinn af einhverju smádýri, úr reiði. Eða rista upp magann á einhverjum vondum náunga og sparka svo í hann, svo allt fari út um allt.
Annars er það að frétta að ég fór á nýjustu Rambo myndina í gær. Það þarf að finna eitthvað nýtt orð yfir hvað gerist í myndinni. Orðasamsetningin "óendanlegt ofbeldi" nær enganveginn að lýsa henni. Ég sting upp á "Hroðbeldi". Mæli með myndinni, sérstaklega fyrir siðblinda ofbeldisseggi.
þriðjudagur, 12. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega bættist áttunda undur veraldar við listann yfir undur veraldar. Svona einhvernveginn er listinn eftir viðbótina:
1. Píramídarnir í Giza.
2. Hengigarðarnir í Babýlon.
3. Seifsstyttan í Ólympíu.
4. Artemismusterið í Efesos.
5. Grafhvelfingin í Halikarnassos.
6. Kólossos á Ródos.
7. Vitinn í Faros við Alexandríu
8. Prentarahelvítið í vinnunni minni sem prentar ekkert, þrátt fyrir að vera rétt tengdur og sýna engin villuboð.
1. Píramídarnir í Giza.
2. Hengigarðarnir í Babýlon.
3. Seifsstyttan í Ólympíu.
4. Artemismusterið í Efesos.
5. Grafhvelfingin í Halikarnassos.
6. Kólossos á Ródos.
7. Vitinn í Faros við Alexandríu
8. Prentarahelvítið í vinnunni minni sem prentar ekkert, þrátt fyrir að vera rétt tengdur og sýna engin villuboð.
mánudagur, 11. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það fer bráðum að renna af mér eftir helgina, sem þýðir að bráðum hafi ég eitthvað að segja. Þangað til eru hér stórkostleg myndbönd:
1. Ef samið væri rapplag um mig (og ca 99% alla aðra í heiminum) þá væri það ca svona:
2. Ef mér fyndist þetta rapplag hér að ofan ekki nógu lýsandi fyrir mig og minn vandaða karakter þá myndi þetta pottþétt duga:
3. Og ef fjalla ætti um hverja einustu bíóferð mína í rapplagi, þá myndi það hljóma svona:
Ég er jafnvel að hugsa um að semja þessi lög bara.
1. Ef samið væri rapplag um mig (og ca 99% alla aðra í heiminum) þá væri það ca svona:
2. Ef mér fyndist þetta rapplag hér að ofan ekki nógu lýsandi fyrir mig og minn vandaða karakter þá myndi þetta pottþétt duga:
3. Og ef fjalla ætti um hverja einustu bíóferð mína í rapplagi, þá myndi það hljóma svona:
Ég er jafnvel að hugsa um að semja þessi lög bara.
sunnudagur, 10. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær var árshátíð 365 haldin og ég mætti að sjálfsögðu. Hér eru helstu, birtanlegu atriði kvöldsins:
* Ég drakk 11 gerðir af áfengi (3 bjórtegundir, hvítvín, rauðvín, 2 breezertegundir, koníak og 3 skottegundir).
* Ég dansaði frá mér allt vit, bókstaflega.
* Ég fann ekki á mér.
Ein staðreyndin hér að ofan er lygi.
Restina getið þið lesið í næsta Séð og Heyrt.
* Ég drakk 11 gerðir af áfengi (3 bjórtegundir, hvítvín, rauðvín, 2 breezertegundir, koníak og 3 skottegundir).
* Ég dansaði frá mér allt vit, bókstaflega.
* Ég fann ekki á mér.
Ein staðreyndin hér að ofan er lygi.
Restina getið þið lesið í næsta Séð og Heyrt.
laugardagur, 9. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er stefna mín sem forstöðumaður samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness að hafa allt upplýsingakerfið gagnsætt, þeas að allir viti hvað er um að vera. Nýlega barst mér tilkynning frá einum leikmanni liðsins um breytt netfang. Þá vitið þið það. Hér er svarið:
Hann hugsar sig vonandi tvisvar um áður en hann breytir aftur um netfang.
„Sæll [nafn leikmanns].
Sem forstöðumaður samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness, gleður mig að tilkynna þér, óbreyttum leikmanni körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness, að beiðni þín um breytt tölvupóstfang hefur verið meðtekin. Hún verður tekin fyrir á næsta framkvæmdaráðsfundi samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness og ef samþykkt verður að framkvæma hana, mun beiðnin verða send áfram á framkvæmdastjóra tölvupóstfangsbreytinga körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness (Finnur Torfi Gunnarsson, eða ég líka), sem mun ráðast í framkvæmdir.
Ég þakka fyrir gott samstarf í þessu verkefni og vona að þú haldir áfram að sýna samstarfsvilja í framtíðinni.
Kv.
Finnur Torfi Gunnarsson
Forstöðumaður samskiptasviðs körfuknattleiksdeildar meistaraflokks ungmennafélags Álftaness
S: 867 0533“
Hann hugsar sig vonandi tvisvar um áður en hann breytir aftur um netfang.
föstudagur, 8. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega fannst mynd af mér í körfubolta þar sem ég lít ekki út fyrir að vera í flogakasti eða með harðlífi. Hér er hún. Mér fannst rétt að láta fólk vita að ég er mennskur, þó ég líkist Alien eitthvað á myndinni.
Myndin hefur líka gríðarlegt söfnunargildi, þar sem þetta er eina myndin sem til er af mér við að hitta úr vítaskoti, svo vondur er ég á vítalínunni.
Myndin hefur líka gríðarlegt söfnunargildi, þar sem þetta er eina myndin sem til er af mér við að hitta úr vítaskoti, svo vondur er ég á vítalínunni.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag keyrði ég um 100 km á Peugeot 206 bílnum mínum, sem er enn á sumardekkjunum, án þess að festa mig eða lenda í bobba. Ég hjálpaði hinsvegar þremur náungum að losa sig (gegn mjög sanngjörnu gjaldi).
Þegar ég svo kom heim lagði ég í stæði. Þegar ég ætlaði svo að hagræða bílnum aðeins betur var hann pikkfastur. Heppinn!
Þegar ég svo kom heim lagði ég í stæði. Þegar ég ætlaði svo að hagræða bílnum aðeins betur var hann pikkfastur. Heppinn!
fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á leit minni á internetinu fann ég eftirfarandi:
* Ef þú finnur mannshöfuð í þessari kaffibaunahrúgu innan klukkutíma þá ertu snillingur.
* Ef þú finnur ekki mannshöfuð í þessari bananahrúgu innan klukkutíma þá ertu snillingur.
* Ef þú googlar "Risa Hraun" þá er fyrsta niðurstaða heimasíða mín á myspace. Áhugavert.
* Ef þú finnur mannshöfuð í þessari kaffibaunahrúgu innan klukkutíma þá ertu snillingur.
* Ef þú finnur ekki mannshöfuð í þessari bananahrúgu innan klukkutíma þá ertu snillingur.
* Ef þú googlar "Risa Hraun" þá er fyrsta niðurstaða heimasíða mín á myspace. Áhugavert.
miðvikudagur, 6. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu tvær vikur hef ég:
* Hjálpað þremur einstaklingum við stærðfræði.
* Hjálpað nokkrum einstaklingum með Excel.
* Hjálpað nokkrum einstaklingum við forrita- og þáttaöflun.
* Hjálpað 2. deildar liði við að taka upp leik.
* Hjálpað ríkinu að smíða vegi og sjúkrahús (með skattpeningum).
* Hjálpað bankastjóra Landsbankans við að fjárfesta í gullbakklóru með yfirdrætti mínum.
* Staðið í þessari hjálparstarfsemi til þess eins að hafa eitthvað til að blogga um.
* Hjálpað þremur einstaklingum við stærðfræði.
* Hjálpað nokkrum einstaklingum með Excel.
* Hjálpað nokkrum einstaklingum við forrita- og þáttaöflun.
* Hjálpað 2. deildar liði við að taka upp leik.
* Hjálpað ríkinu að smíða vegi og sjúkrahús (með skattpeningum).
* Hjálpað bankastjóra Landsbankans við að fjárfesta í gullbakklóru með yfirdrætti mínum.
* Staðið í þessari hjálparstarfsemi til þess eins að hafa eitthvað til að blogga um.
þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Samkvæmt þessari frétt hefur Microsoft boðið 46 milljarða dollara í leitarvélina Yahoo. 46 milljarðar dollara gera þrjú þúsund milljarða króna. Í þeirri tölu eru 12 núll (3.000.000.000.000 krónur). 12 er einmitt meira en ég á í banka. Krónur þá, ekki núll.
Mér fannst þetta skemmtileg tilviljun.
Mér fannst þetta skemmtileg tilviljun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að miðnæturfréttum.
* Í gær sigraði UMFÁ Glóa á útivelli í 2. deildinni í körfubolta. Til gamans má geta þess að ég spila með UMFÁ en spilaði þó ekki þennan leik þar sem ég er að kljást við hnjask í nára. Meira um leikinn hér.
* Í morgun fór ég til taugasérfræðing til að láta skoða á mér lappirnar. Ekkert sérstakt kom þar í ljós, þrátt fyrir ca 20 rafstuð sem læknirinn gaf mér í fæturnar, bæði fyrir og eftir að hann stakk nál í kaf í vöðvana. Læknirinn sagði þó á einum (eða tveimur) tímapunkti (eða punktum):
* Í dag stóð ég við mín áform um að gera ekkert annað en að borða bollur. Ég náði að klára tvær. Ég er mjög seinn að borða.
* Í kvöld fór ég svo á körfuboltaæfingu og rústaði á mér náranum alveg upp á nýtt. Ég stíg mjög fast í vitið.
* Kolla systir mín og Árni Már trúlofuðu sig um helgina. Til hamingju með það! Kolla varð í 2. sæti í trúlofunarleik okkar systkina. Ég er í langsíðasta.
* Í gær sigraði UMFÁ Glóa á útivelli í 2. deildinni í körfubolta. Til gamans má geta þess að ég spila með UMFÁ en spilaði þó ekki þennan leik þar sem ég er að kljást við hnjask í nára. Meira um leikinn hér.
* Í morgun fór ég til taugasérfræðing til að láta skoða á mér lappirnar. Ekkert sérstakt kom þar í ljós, þrátt fyrir ca 20 rafstuð sem læknirinn gaf mér í fæturnar, bæði fyrir og eftir að hann stakk nál í kaf í vöðvana. Læknirinn sagði þó á einum (eða tveimur) tímapunkti (eða punktum):
„Þú ert með taugarnar á fáránlegum stöðum í fætinum!“
* Í dag stóð ég við mín áform um að gera ekkert annað en að borða bollur. Ég náði að klára tvær. Ég er mjög seinn að borða.
* Í kvöld fór ég svo á körfuboltaæfingu og rústaði á mér náranum alveg upp á nýtt. Ég stíg mjög fast í vitið.
* Kolla systir mín og Árni Már trúlofuðu sig um helgina. Til hamingju með það! Kolla varð í 2. sæti í trúlofunarleik okkar systkina. Ég er í langsíðasta.
mánudagur, 4. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag er bolludagur en þá er löglegt að stunda kynferðislega áreitni með því að slá á rassa og öskra "Bolla!". Það geri ég þó ekki.
Það vita það færri að í dag eru bakaðar milljónir svokallaðra bolla, en þær má bara borða á þessum degi. Það hyggst ég gera í dag. Og ekkert annað.
Það vita það færri að í dag eru bakaðar milljónir svokallaðra bolla, en þær má bara borða á þessum degi. Það hyggst ég gera í dag. Og ekkert annað.
sunnudagur, 3. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nú er enn ein vikan liðin og tími til kominn til að líta yfir farinn veg. Þetta gerðist í vikunni:
* Ég fór einu sinni í bíó. Myndin Cloverfield (Ísl.: Skrímsló) varð fyrir valinu. Ég er enn að hugsa hvort þetta sé góð mynd eða vond. Kannski var hún ágæt. Hvernig á ég að vita það?
* Í vikunni voru 45 ár síðan ég missti allt tímaskyn.
* Ég kom fáklæddri stelpu til að gráta í byrjun vikunnar, kviknakinn. Ég var að koma úr sturtu í World Class og að teygja mig í handklæðið mitt þegar stelpa á sundbolnum gekk inn og sá mig frosinn í þessari vandræðalegu stellingu, felandi ekkert. Hún snéri við og hljóp út grátandi (sennilega úr hamingju). Ég grét hinsvegar ekki, heldur kjökraði.
* Restinni er ég búinn að gleyma.
* Ég fór einu sinni í bíó. Myndin Cloverfield (Ísl.: Skrímsló) varð fyrir valinu. Ég er enn að hugsa hvort þetta sé góð mynd eða vond. Kannski var hún ágæt. Hvernig á ég að vita það?
* Í vikunni voru 45 ár síðan ég missti allt tímaskyn.
* Ég kom fáklæddri stelpu til að gráta í byrjun vikunnar, kviknakinn. Ég var að koma úr sturtu í World Class og að teygja mig í handklæðið mitt þegar stelpa á sundbolnum gekk inn og sá mig frosinn í þessari vandræðalegu stellingu, felandi ekkert. Hún snéri við og hljóp út grátandi (sennilega úr hamingju). Ég grét hinsvegar ekki, heldur kjökraði.
* Restinni er ég búinn að gleyma.
föstudagur, 1. febrúar 2008
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þar sem ég er bæði óákveðinn stjórsnjall og hugmyndalaus með góðan tónlistarsmekk (fyrir utan að kunna ekki á backspace takkann) (að mínu mati), þá dæli ég bara góðum lögum í ykkur fyrir helgina. Það fyrra er raftónlist, sem hentar ekki öllum. Það heitir Das Spiegel og er með Chemical Brothers. Ef einhver leggur út á nafnið og segir það rangt skrifað, þá veit ég það.
Það seinna er ca mitt uppáhalds lag frá árinu 2002 og heitir Get off með Dandy Warhols. Sturlað helvítis lag sem ég fæ ekki leið á:
Góða helgi. Skríðið hægt, dauðadrukkin um gleðinnar dyr.
Það seinna er ca mitt uppáhalds lag frá árinu 2002 og heitir Get off með Dandy Warhols. Sturlað helvítis lag sem ég fæ ekki leið á:
Góða helgi. Skríðið hægt, dauðadrukkin um gleðinnar dyr.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)