Ég biðst innilega afsökunnar á því hversu utan við mig ég hef verið í bloggfærslum síðustu daga. Ég hef verið að vinna það mikið í þessu umtalaða verkefni sem ég skila af mér 13. maí auk þess sem yfirvaraskegg mitt hefur verið að þvælast í augunum á mér að ég hef ekkert getað hugsað almennilega um eitthvað til að blogga um. Ég hef þó tilkynningu sem kemur vonandi sem flestum í Reykjavík þægilega á óvart.
Hérmeð tilkynnist að ég mun snúa aftur á austfirskar slóðir 13. maí næstkomandi, í tæka tíð fyrir heljarinnar eurovision teiti.
föstudagur, 30. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Niðurstöður könnunarinnar eru loksins komnar á blað. Smellið hér fyrir niðurstöðurnar og skrifið í athugasemdir hvað þið viljið sjá sérstakt úr þeim, sem ég myndi þá bæta við eins fljótt og ég get.
Hér er svo hægt að sjá niðurstöðurnar í öðru sniði.
Takk kærlega til ykkar 54ra sem tóku könnunina.
Hér er svo hægt að sjá niðurstöðurnar í öðru sniði.
Takk kærlega til ykkar 54ra sem tóku könnunina.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í gær lenti ég enn einu sinni í seðlaskiptitæki skólans sem á að skipta 500 og 1.000 króna seðlum í hundrað krónur svo hægt sé að versla sér eitthvað sykursætt í öðrum sjálfsölum skólans. Þegar ég hafði reynt að troða fjórum mismunandi seðlum í tækið til að skipta, á alla mögulega vegu, strunsaði ég til baka að fartölvunni minni og skrifaði mjög hatursfullan tölvupóst til söluaðila selecta á Íslandi.
Þegar því var lokið og reiðin hafði runnið af mér uppgötvaði ég að í vasa mínum leyndust 300 krónur, nægilegt magn til að halda mér vakandi á sykurvörum næstu 4 tímana. Ekki nóg með það heldur gaf annar selecta kassinn mér tvær kókdósir á verði einnar. Núna er ég bara með sektarkennd yfir tölvupóstinum sem ég sendi og auka kókdós. Merkilegt þetta helvítis karma.
Þegar því var lokið og reiðin hafði runnið af mér uppgötvaði ég að í vasa mínum leyndust 300 krónur, nægilegt magn til að halda mér vakandi á sykurvörum næstu 4 tímana. Ekki nóg með það heldur gaf annar selecta kassinn mér tvær kókdósir á verði einnar. Núna er ég bara með sektarkennd yfir tölvupóstinum sem ég sendi og auka kókdós. Merkilegt þetta helvítis karma.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þetta er vægast sagt athyglisvert. Ég skora á fólk að lesa þetta til enda áður en það gefur álit sitt.
fimmtudagur, 29. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Guggur er mikil tískudrós en hann heldur uppi vefsíðu um útlit þeirra sem leigja á Tunguvegi 18. Ég er þriðja fórnarlamb mjög hreinskilinna skoðanna hans þar sem ég nýlega breytti snarlega um útlit. Þá eiga Óli Rú og Víðir bara eftir að skipta um ham. Smellið hér til að skoða síðu Tunguvegs nánar en þar leigjum við fimm ungmennin og skemmtun okkur vel.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Gaman að segja frá því að þessi færsla er öll skrifuð á meðan ég hlusta á tónlist í höfuðtólunum. Ég fór ekki yfir hana án þess að hafa tónlist í eyrunum og því er hún frekar klúðurslega orðuð, þar að auki sem eitthvað um innsláttarvillur eru eflaust hérna einhversstaðar. Þetta sannar bara það að ég get illa ráðið við tvennt í einu, í þessu tilviki að hlusta á tónlist og að skrifa sniðuga færslu. Alltaf eitthvað sem maður lærir eða.
Þá er þessari rannsókn lokið og ég get snúið mér aftur að náminu.
Þá er þessari rannsókn lokið og ég get snúið mér aftur að náminu.
miðvikudagur, 28. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ó hve hinir miklu hafa fallið. Rappsveitin Cypress Hill syngja í nýja lagi sínu um sæta stelpu og um það hversu mikið þeir vilja kynnast henni og fræðast um hana. Það er af sem áður var þegar Cypress Hill sungu um geðveiki, dóp og hórur (sem þeir vildu kynnast kynferðislega) í alvöru rappi án mikilla aukahljóða sem framleidd eru fyrir útvarpsstöðvar. Það er þó huggun harmi gegn að lagið endar illa með því að B-Real (skræki rapparinn) neglir fögru konuna í Benz bifreið eins og við er að búast af sóðalegum tónlistarmanninum.
Hér getið þið lesið textann við nýja lagið sem ber nafnið What's your number eða Hver er kennitala þín.
Það versta er að þetta nýja lag þeirra er býsna magnað og hægt að hlusta endalaust á.
Hér getið þið lesið textann við nýja lagið sem ber nafnið What's your number eða Hver er kennitala þín.
Það versta er að þetta nýja lag þeirra er býsna magnað og hægt að hlusta endalaust á.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef tekið eftir því í kjölfar dóms míns um the boondock saints að ég er með allt aðrar skoðanir en flest fólk varðandi allt mögulegt. Ástæðan er sennilega sú að fólk er fífl. Almennt vill fólk þó ekki að ég sé öðruvísi og segir mig með rangar skoðanir. Mjög sérstakt fólk þar á ferðinni.
Hér eru því mínar sjö dauðasyndir að mati fólks.
1. Ég drekk ekki bjór og kaffi enda um viðbjóðslega vökva að ræða.
2. Mér finnst sería 3 og uppúr af friends skelfilega ófyndnir þættir, hannaðir fyrir kvenhúmor sem er á mjög lágu plani.
3. Ég horfi ekki á Idol.
4. Ég tolli ekki í tískunni og er þar af leiðandi ekki svalur, eitthvað sem heimurinn virðist ganga út á þessi árin.
5. Ég þoli ekki Metallica og U2. Það virðist vera skylda að finnast þær skemmtilegar.
6. Ég hef aldrei litað á mér hárið og mun aldrei gera.
7. Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum, enda algjörlega laus við að trúa á ósýnilegan anda sem, að sögn, bjó til heiminn.
Hér eru því mínar sjö dauðasyndir að mati fólks.
1. Ég drekk ekki bjór og kaffi enda um viðbjóðslega vökva að ræða.
2. Mér finnst sería 3 og uppúr af friends skelfilega ófyndnir þættir, hannaðir fyrir kvenhúmor sem er á mjög lágu plani.
3. Ég horfi ekki á Idol.
4. Ég tolli ekki í tískunni og er þar af leiðandi ekki svalur, eitthvað sem heimurinn virðist ganga út á þessi árin.
5. Ég þoli ekki Metallica og U2. Það virðist vera skylda að finnast þær skemmtilegar.
6. Ég hef aldrei litað á mér hárið og mun aldrei gera.
7. Ég skráði mig úr þjóðkirkjunni fyrir mörgum árum, enda algjörlega laus við að trúa á ósýnilegan anda sem, að sögn, bjó til heiminn.
þriðjudagur, 27. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Versti hárdagur í sögu mannkyns rann upp í dag þegar ég mætti í skólann með nánast ekkert gel í hárinu. Þegar ástandið var sem verst hrópaði fólk upp yfir sig og hljóp í út í óvissuna viti sínu fjær af skelfingu eftir að hafa mætt mér á göngum skólans. Tveggja er enn saknað.
Þessi dagur er því skömminni verri en gærdagurinn en hann var einmitt einnig stimplaður versti hárdagur í sögu mannkyns þegar ég mætti í skólann eftir að hafa beðið eftir strætó í liðlega tíu mínútur í brjáluðu hvassviðri.
Þessi dagur er því skömminni verri en gærdagurinn en hann var einmitt einnig stimplaður versti hárdagur í sögu mannkyns þegar ég mætti í skólann eftir að hafa beðið eftir strætó í liðlega tíu mínútur í brjáluðu hvassviðri.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
The Boondock Saints.
Síðastliðið laugardagskvöld sá ég stórmyndina the boondock saints þegar ég átti að vera drekka og vera glaður.
Boondock saints fjallar um tvo piltunga sem byrja skyndilega að myrða stærðarinnar glæpamenn í frístundum sínum við mikla hrifningu almúgans.
Myndin er sæmileg, ekkert meira og ekkert minna. Leikurinn er viðunandi en handritið barnalegt og bjánalegt oft á tíðum. Sú hugmynd að reyna að blanda húmor í handritið og leikinn voru stór mistök, vægast sagt. Seinni hluti myndarinnar er mun betri en sá fyrri og bjargar hann næstum því bjánalegu handritinu. En næstum því er ekki nóg. Mynd fyrir töffara sem finnast friends þættirnir fyndnir, semsagt alls ekki fyrir mig.
Ein og hálf stjarna af fjórum.
mánudagur, 26. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er módelferill minn hafinn. Í morgun, þegar ég var að vinna í lokaverkefni fyrir stofnun og rekstur með possunum mínum fimm í stærðarinnar sal í skólanum, kemur þar að myndatökumaður fyrir viðskiptablaðið og tekur að mynda okkur í bak og fyrir við vægast sagt litla kátínu mína.
Næst þegar þið lesið viðskiptablaðið, takið eftir stráknum sem er of sjálfvitaður með tár í augum, jafnvel öskrandi og kastandi einhverju að myndavélinni, ef ég er óheppinn.
Næst þegar þið lesið viðskiptablaðið, takið eftir stráknum sem er of sjálfvitaður með tár í augum, jafnvel öskrandi og kastandi einhverju að myndavélinni, ef ég er óheppinn.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
sunnudagur, 25. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í framhaldi af fjórförunum hér að neðan hef ég lagfært síðustu fjórfara en þeir voru Styrmir bróðir, Chris Carmack, Eric Montross og Aston Kutcher en ég skipti út Kutcher fyrir nýjan meðlim.
Sjáið nánar hér.
Sjáið nánar hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er komið að fjórförum vikunnar. Að þessu sinni er það allt fólk sem ég er frekar hræddur við, þar af einn gamall nágranni minn sem er líka frænka mín, semsagt íslendingur. Óhugnarlegt.
Ásdís Rán Ofurmódel (miðað við höfðatölu)
Geena Gershon Ofurleikkona
Janice ofurprúðuleikari
Ís T, ofurgerviglæpamaður og söngvari
Ásdís Rán Ofurmódel (miðað við höfðatölu)
Geena Gershon Ofurleikkona
Janice ofurprúðuleikari
Ís T, ofurgerviglæpamaður og söngvari
laugardagur, 24. apríl 2004
föstudagur, 23. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mikið er gott að sumarið sé komið. Ekki vegna veðursins, enda breytist veðrið ekkert í Reykjavík við sumarkomuna, heldur meira vegna þess að þá get ég lokað þeirri brandaraseríu sem ég hóf í haust, þegar ég var tiltölulega nýbyrjaður í skólanum. Upphaflegi brandarinn var eitthvað á þessa leið og átti sér stað þegar ég og Óli vorum að ganga úr skólanum eina hánótt þegar runnar bæjarins voru nýbúnir að fella lauf; þá segi ég og bendi á nakinn runna "Haustmælingatækið virkar!" við mikil hlátrasköll viðstaddra.
Það var þá sem hugmyndin vaknaði um þrjá framhaldsbrandara sem ég hef nú lokið við að frumflytja. Í þeim var sömu formúlu beitt en útkoman allt önnur. Ég skipti semsagt út haustinu og setti ýmist vetur, vor eða, nú síðast, sumar inn í staðinn. Síðasta brandaranum, sem fjallaði um sumarið, var beðið með óþreyu og gríðarlega fagnað af viðstöddum fyrir utan HR í morgun þegar ég kom í skólann og runninn farinn að sýna lauf.
Það var þá sem hugmyndin vaknaði um þrjá framhaldsbrandara sem ég hef nú lokið við að frumflytja. Í þeim var sömu formúlu beitt en útkoman allt önnur. Ég skipti semsagt út haustinu og setti ýmist vetur, vor eða, nú síðast, sumar inn í staðinn. Síðasta brandaranum, sem fjallaði um sumarið, var beðið með óþreyu og gríðarlega fagnað af viðstöddum fyrir utan HR í morgun þegar ég kom í skólann og runninn farinn að sýna lauf.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég fengið einkunnir úr tveimur fögum úr háskólanum, þjóðhagfræðieinkunnin er komin á netið og ég sjálfur reiknaði út einkunnina í fjármálum fyrirtækja. Ég var talsvert praktískur í lærdómi og próftökum því ég sparaði mér hérmeð umtalsvert bloggpláss með því að fá 7 í báðum áföngum.
fimmtudagur, 22. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er farinn að hlakka mikið til að hætta að hlusta á MP3 í dag og fara af MSN, fara úr HR, beint í ÁTVR að kaupa mér a.m.k. kippu af WKD fyrir helgina og jafnvel kíkja í BT. Því næst sendi ég sennilega SMS eða MMS í GSM símanum mínum á meðan ég fer þessa fáu km heim í SVR, lesandi í DV slæmar fréttir um BNA. Þegar heim er komið stefni ég á að fá mér LH frá MS, horfa á VHS eða DVD, nema ég auðvitað fylgist bara með NBA með ADSL tengingunni heima eða horfi á þátt í AVI eða MPEG formatti, þá helst CSI eða jafnvel LOTR um leið og ég læt mig dreyma um að spila körfubolta með UÍA í sumar og vinna hjá RSK, rétt eins og ég væri á LSD.
Svo er ég líka að hugsa um að drífa mig í klippingu á morgun en það er önnur saga.
Svo er ég líka að hugsa um að drífa mig í klippingu á morgun en það er önnur saga.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég vil gjarnan þakka ykkur, kæru lesendur, fyrir að vera dugleg við að skrifa ummæli við hverja færslu. Þetta fær mig til að skríkja úr hamingju, hvort sem ykkur líkar betur eða verr.
Enn meiri hamingju mynduð þið færa mér ef þið byrjuðuð að nota spjallborðið til að vekja athygli á málstað ykkar eða áliti. Tillögur varðandi þetta umtalaða spjallborð eru vel þegnar. Ef um feimni er að ræða þá getið þið skrifað undir dulnefni, svo lengi sem ekkert skítkast á sér stað. Kíkið hingað og spjallið.
Enn meiri hamingju mynduð þið færa mér ef þið byrjuðuð að nota spjallborðið til að vekja athygli á málstað ykkar eða áliti. Tillögur varðandi þetta umtalaða spjallborð eru vel þegnar. Ef um feimni er að ræða þá getið þið skrifað undir dulnefni, svo lengi sem ekkert skítkast á sér stað. Kíkið hingað og spjallið.
miðvikudagur, 21. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Loksins hef ég bætt við myndum. Að þessu sinni er það afturhvarf til fortíðar, alla leið til 1999 ca. Þá var ég nýútskrifaður úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og vinnandi á næturvöktum á hótel héraði, sælla minninga. Ég keyrði um á Toyota Corolla árgerð '80, bjó í kjallara á Tjarnarlöndum 14 og var, að því er virðist, alltof horaður.
Mikið hefur nú ræst úr mér.
Kíkið á myndirnar hér.
Mikið hefur nú ræst úr mér.
Kíkið á myndirnar hér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýjasti meðlimur hlekkjanna minna er Þórunn Gréta en hún virðist vera býsna ánægð með litaval mitt á þessari síðu. Ég hef þekkt hana frá því ég byrjaði í Fellaskóla fyrir nokkrum tugum ára síðan. Þess ber að geta að sú staðreynd að kærasti hennar er mikill Utah Jazz aðdáandi tengist ekki þessari ákvörðun minni um að hlekkja á hana.
þriðjudagur, 20. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Til að láta aðrar færslur þessarar síðu líta betur út finnst mér ágætt að koma með fullkomlega ömurlegar færslur inn á milli. Hér er ein þeirra (þið voruð vöruð við):
Top 10 listinn yfir forritin sem ég nota mest, að sögn tölvunnar:
10. VLC Media player - Til að spila bíómyndirnar og þættina í tölvunni.
9. DC++ - Til að ná í bíómyndirnar og þættina í tölvuna.
8. Winrar - Til að afzippa bíómyndirnar og þættina í tölvuna.
7. Jumpshot Basketball - Körfuboltaþjálfunarleikur sem ég hef dálæti á.
6. Íslensk - Ensk / Ensk - Íslensk orðabók - Fyrir helvítis námið.
5. MS Powerpoint - Fyrir helvítis námið.
4. MS Excel - Fyrir helvítis námið og könnunina frægu.
3. MS Word - Fyrir helvítis námið.
2. Notepad - Fyrir blogghugmyndirnar.
1. MSN - Veit ekki af hverju.
Jafnvel mér finnst þetta leiðinleg bloggfærsla og þó finnst mér ég algjört æði. Ég tek mér því restina af deginum í frí og endurhleð á mér heilann.
Top 10 listinn yfir forritin sem ég nota mest, að sögn tölvunnar:
10. VLC Media player - Til að spila bíómyndirnar og þættina í tölvunni.
9. DC++ - Til að ná í bíómyndirnar og þættina í tölvuna.
8. Winrar - Til að afzippa bíómyndirnar og þættina í tölvuna.
7. Jumpshot Basketball - Körfuboltaþjálfunarleikur sem ég hef dálæti á.
6. Íslensk - Ensk / Ensk - Íslensk orðabók - Fyrir helvítis námið.
5. MS Powerpoint - Fyrir helvítis námið.
4. MS Excel - Fyrir helvítis námið og könnunina frægu.
3. MS Word - Fyrir helvítis námið.
2. Notepad - Fyrir blogghugmyndirnar.
1. MSN - Veit ekki af hverju.
Jafnvel mér finnst þetta leiðinleg bloggfærsla og þó finnst mér ég algjört æði. Ég tek mér því restina af deginum í frí og endurhleð á mér heilann.
mánudagur, 19. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að koma úr síðasta prófi mínu á þessari önn, skattskil einstaklinga. Þá á ég bara eftir þriggja vikna vinnu fyrir lokaverkefni í stofni og rekstri.
Skrif þessi endurspegla enganveginn geðshræringuna sem ræður ríkjum þessa stundina yfir því að vera búinn í prófunum en til að gefa ykkur betri mynd af henni þá sit ég nakinn í tölvustofu Háskólans, útataður í tómatsósu og með stærðarinnar bros á vör þegar þetta er ritað.
Skrif þessi endurspegla enganveginn geðshræringuna sem ræður ríkjum þessa stundina yfir því að vera búinn í prófunum en til að gefa ykkur betri mynd af henni þá sit ég nakinn í tölvustofu Háskólans, útataður í tómatsósu og með stærðarinnar bros á vör þegar þetta er ritað.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Snáfiði! Snáfiði segi ég af síðunni minni, ófétin ykkar af humor.is. Vil ekki hafa þetta! Svona, út með ykkur!
Eins og sést af þessari tækni þá hef ég unnið á bar þar sem ég þurfti að beita öllum brögðum til að koma óvelkomnum gestum út.
Eins og sést af þessari tækni þá hef ég unnið á bar þar sem ég þurfti að beita öllum brögðum til að koma óvelkomnum gestum út.
sunnudagur, 18. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það lítur út fyrir að humor.is hafi hlekkt á mig vegna sögunnar um feitu konuna í heilsuátakinu. Venjuleg smásál væri í sjöunda himni en ekki ég. Þegar hingað er komið við sögu hafa mælst um 800 heimsóknir af humor.is, mestmegnis fólk sem kærir sig alls ekki um að lesa þessa síðu og ég í raun kæri mig ekki um að fá það hingað. Í gær var ég frekar ánægður þar sem ég var að bæta metið í aðsókn á síðuna á viku (mælist frá mánudegi til mánudags) án þess að notast við hlekk af tenglasíðu einhverskonar. Nú er þeim draumi lokið og ég eyðilagður maður. Ekki nóg með það heldur eru ca 20 heimsóknir í gest númer 30.000 (sjáið teljara neðst á síðunni) og núna verður að öllum líkindum sá gestur einhver ofdekraður krakkagemlingur úr Reykjavík sem ég kæri mig ekki um að þekkja, hvað þá að gefa píanó í verðlaun.
Takk samt, humor.is.
Takk samt, humor.is.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Kærar þakkir til þeirra 49 sem hafa tekið þátt í könnuninni hingað til. Þið sem eigið það eftir að taka könnunina, smellið hér og það strax, þ.e.a.s. ef vilji er fyrir hendi. Kærar þakkir.
Ég fer að vinna úr upplýsingunum innan tíðar. Eitt próf eftir hjá mér í háskólanum.
Ég fer að vinna úr upplýsingunum innan tíðar. Eitt próf eftir hjá mér í háskólanum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég er orðinn viðskiptafræðinörd eftir að hafa sagt brandara í körfubolta í gær. Reiður körfuknattleiksmaður í tapliðinu, sem var ekki mitt lið aldrei þessu vant, öskraði yfir mannskapinn: "Við erum ekki að reyna nema 60% á okkur og 40% er bara kjaftæði". Ég bætti við "og með 3% verðbólgu" upphátt og í huga mér "sem leiðir af sér eitthvað atvinnuleysi til skamms tíma litið".
Það þarft ekki að segja frá því að það hló ekki nokkur maður, nema ég.
Það þarft ekki að segja frá því að það hló ekki nokkur maður, nema ég.
laugardagur, 17. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ætli internetið hefði náð að festa sig jafnvel í sessi og raun ber vitni ef tölvutöffararnir hefðu kallað það ósmekklegra nafni en world wide web (w.w.w.) eins og t.d. "world wide web that you can use to see pages from anywhere in the world" (w.w.w.t.y.c.u.t.s.p.f.a.i.t.w.), "Serving home intellectual tissue" (S.h.i.t) eða "Home internet that lets everyone rebel" (H.i.t.l.e.r.).
Þessi síða væri þá ýmist wwwtycutspfaitw.finnur.tk, shit.finnur.tk eða hitler.finnur.tk.
Gaman að spá í þetta.
Þessi síða væri þá ýmist wwwtycutspfaitw.finnur.tk, shit.finnur.tk eða hitler.finnur.tk.
Gaman að spá í þetta.
föstudagur, 16. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er þriðja prófinu (fjármál fyrirtækja) af fjórum lokið. Á prófinu sjálfu fannst mér ég vera gáfaðist maður í heimi. Síðar, eftir að hafa borið bækur mínar saman við aðra próftakendur, kom í ljós að ég var ekki nema kvaðradrótin af þeim manni sem ég hélt að ég væri þar sem ég hafði gengið í hverja orðagildru kennarans á fætur annarri.
Núna, eftir að hafa skallað vegginn í sex tíma, hef ég komist að því að ég þarf ekkert að ná öllum prófum til að finnst mér ég vera æðislegur.
Núna, eftir að hafa skallað vegginn í sex tíma, hef ég komist að því að ég þarf ekkert að ná öllum prófum til að finnst mér ég vera æðislegur.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað ætli hafi orðið af mér ef ég hefði aldrei kynnst tölvum eða internetinu. Þetta er það sem mér datt í hug:
1. Ég væri ekki með blogg enda tæki það óratíma fyrir mig að slá inn smæstu færslur.
2. Ég væri kominn með meistaragráðu, jafnvel heimsmeistaragráðu (í sjónvarpsglápi).
3. Ég tefldi mun meira, sem ég geri þó nóg af nú þegar.
4. Ég væri ekki með kryppu.
5. Ég notaði ekki gleraugu.
6. Ég gæti talað við fólk.
7. Ég ætti enga afætuvini sem, ótrúlegt nokk, koma í heimsóknir til að komast á netið eða í tölvuna.
Það væri gaman að geta komist aftur í tímann og fengið pabba til að hætta við að kaupa Sharp tölvuna í Trékyllisvík, 1985 ef ég man rétt. Eða nei annars. Þetta er fínt svona, jafnvel frábært.
1. Ég væri ekki með blogg enda tæki það óratíma fyrir mig að slá inn smæstu færslur.
2. Ég væri kominn með meistaragráðu, jafnvel heimsmeistaragráðu (í sjónvarpsglápi).
3. Ég tefldi mun meira, sem ég geri þó nóg af nú þegar.
4. Ég væri ekki með kryppu.
5. Ég notaði ekki gleraugu.
6. Ég gæti talað við fólk.
7. Ég ætti enga afætuvini sem, ótrúlegt nokk, koma í heimsóknir til að komast á netið eða í tölvuna.
Það væri gaman að geta komist aftur í tímann og fengið pabba til að hætta við að kaupa Sharp tölvuna í Trékyllisvík, 1985 ef ég man rétt. Eða nei annars. Þetta er fínt svona, jafnvel frábært.
fimmtudagur, 15. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þarna munaði ekki nema ca hálfri mínútu að ég hefði farið í gegnum daginn með aðeins eina færslu á þessari 'að-minnsta-kosti-tveggja-færslu-á-dag'™ dagbók.
Ástæðan fyrir þessu kæruleysi mínu er próf í fjármálum fyrirtækja sem ég fer í á morgun og hef eytt öllu páskafríinu í að læra fyrir auk síðustu tveggja daga eða svo. Í kjölfarið af svona harðkjarnalærdómi hef ég hlotið varanlegan líkamlegan skaða, andlegan skaða og (kven)félagslegan skaða þar sem kvenfólk hefur víst ekki gaman af grátandi, lærandi eða stirðum strákum.
Ástæðan fyrir þessu kæruleysi mínu er próf í fjármálum fyrirtækja sem ég fer í á morgun og hef eytt öllu páskafríinu í að læra fyrir auk síðustu tveggja daga eða svo. Í kjölfarið af svona harðkjarnalærdómi hef ég hlotið varanlegan líkamlegan skaða, andlegan skaða og (kven)félagslegan skaða þar sem kvenfólk hefur víst ekki gaman af grátandi, lærandi eða stirðum strákum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Hvað gerist þegar andlitsmyndir af öllum verstu glæpamönnum heimsins eru settar saman í eina mynd? Versti glæpamaðurinn af öllum birtist. Sjáið hér.
miðvikudagur, 14. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í dag blasti við svolítið skondið í mötuneyti skólans. Reyndar var það allt annað en lítið. Býsna feit kona sat þar að snæðingi. Hún var með 12 tommu stóran (stærri gerðina), að því er virtist, subway bræðing og fjórar "smá" kökur í poka sem fást á subway fyrir mikinn pening. Þetta alltsaman kláraði hún á meðan ég borðaði mitt súkkulaðistykki (og spáði í tilgang lífsins). Með þessu ákvað konan svo, verandi sennilega nær 200 kílóunum en 100, að drekka diet kók.
Nú spyr ég eins og fávís lotugræðgissjúklingur; af hverju diet kók? Þessi vel þétta kona var þarna að innbirgða mörgþúsund kalóríur, af hverju að spara sér rúmlega 40 kalóríur með því að fá sér diet kók? Heilsuátak?
Annars hef ég ekkert á móti of þungu fólki enda sjálfur hlægilega horaður og hef ekki efni á því að gera grín að nokkrum manni. Þessar aðstæður voru bara spaugilegar að mínu mati.
Nú spyr ég eins og fávís lotugræðgissjúklingur; af hverju diet kók? Þessi vel þétta kona var þarna að innbirgða mörgþúsund kalóríur, af hverju að spara sér rúmlega 40 kalóríur með því að fá sér diet kók? Heilsuátak?
Annars hef ég ekkert á móti of þungu fólki enda sjálfur hlægilega horaður og hef ekki efni á því að gera grín að nokkrum manni. Þessar aðstæður voru bara spaugilegar að mínu mati.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég var að koma úr lokaprófi í upplýsingatækni hjá skemmtilegasta kennara alheimsins (ekki kaldhæðni). Mér gekk mjög vel og var með fyrstu mönnum út sem kemur sér vel af því eftir 46 tíma byrjar næsta próf sem hvers áfangi ég veit varla hvað heitir, hvað þá meira.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsta hreyfimynd síðunnar er hér að ofan eins og allir sjá. Þetta er að öllum líkindum einnig síðasta hreyfimyndin sem ég set á síðuna þar sem þetta ófríkkar síðuna mikið og hún má ekki við því.
Málstaðurinn er þó góður. Ég skora á alla að kynna sér málið og skrifa að því loknu undir mótmælin þar sem þetta þingmál er út í hött. Minnir á Nasismann, nú eða það sem er að gerast í bandaríkjunum í dag.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á meðan ég sat í skólanum í dag frá 9 um morgunin til 23 um kvöldið uppi á þriðju hæð við glugga tók ég eftir eftirfarandi:
Sjö sinnum rigndi.
Þrisvar sinnum var sólskin.
Fimm sinnum snjóaði, þar af tvisvar hundslappadrífa.
Tólf sinnum varð skýjað.
Aldrei hvessti.
Svo lærði ég í ca hálftíma fyrir próf sem er á morgun.
Sjö sinnum rigndi.
Þrisvar sinnum var sólskin.
Fimm sinnum snjóaði, þar af tvisvar hundslappadrífa.
Tólf sinnum varð skýjað.
Aldrei hvessti.
Svo lærði ég í ca hálftíma fyrir próf sem er á morgun.
þriðjudagur, 13. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég bætt við spjallborði fyrir tilstilli tillögu sem barst í gegnum könnunina sem er í gangi. Ég vona að þar skapist lífleg umræða um allt milli himins og jarðar. Hér eru nokkrar reglur sem fylgja þessu spjallborði:
1. Best væri ef allir myndi skrá sig og eiga sitt nafn en í lagi er að skrifa óskráður svo lengi sem það er ekki skítkast í skjóli nafnleyndar eða einhverskonar lymskuplott. Ekkert mál er að rekja IP töluna til eiganda hennar, ef svo ber undir.
2. Allt skítkast er bannað, að sjálfsögðu.
3. Bannað er að vera feimin(n) við að skrifa. Þeir/þær/þau sem eru það verða sett(ir) í skrifbann.
4. Bannað er að skrifa á spjallborðið á meðan viðkomandi er nakinn, nema um fagran kvenmann sé að ræða. Þá verður hún að taka fram að hún sé nakin.
Endilega skrifið sem mest. Ef þetta fer illa þá bara fjarlægi ég þetta og minnist aldrei aftur á þetta.
Hér er spjallborðið og til hægri í fagurrauðu letri.
1. Best væri ef allir myndi skrá sig og eiga sitt nafn en í lagi er að skrifa óskráður svo lengi sem það er ekki skítkast í skjóli nafnleyndar eða einhverskonar lymskuplott. Ekkert mál er að rekja IP töluna til eiganda hennar, ef svo ber undir.
2. Allt skítkast er bannað, að sjálfsögðu.
3. Bannað er að vera feimin(n) við að skrifa. Þeir/þær/þau sem eru það verða sett(ir) í skrifbann.
4. Bannað er að skrifa á spjallborðið á meðan viðkomandi er nakinn, nema um fagran kvenmann sé að ræða. Þá verður hún að taka fram að hún sé nakin.
Endilega skrifið sem mest. Ef þetta fer illa þá bara fjarlægi ég þetta og minnist aldrei aftur á þetta.
Hér er spjallborðið og til hægri í fagurrauðu letri.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Utah Jazz, mitt lið til 12 ára, var að ljúka tuttugu ára playoffsgöngu sinni með tapi í nótt gegn efasta liði vesturdeildarinnar. Orð fá ekki líst sorg minni en ég skal samt reyna. Ímyndið ykkur sorgina sem fylgdi því að John Stockton hætti keppni í fyrra, margfaldið með sjö og takið kvaðradrótina af því. Það ætti að segja ykkur að ef sorgin er meiri en 7, sem hún var, þá er þessi sorg hlutfallslega séð minni því meiri sem sorgin sem fylgdi John Stockton var en samt talsvert mikil.
mánudagur, 12. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í fyrsta sinn í fjöldamörg ár fékk ég páskaegg á páskadag enda páskadagur haldinn hátíðlegur, eftir því sem ég best veit, til minningar um kvöl Hans og Grétu í nammihúsinu hjá norninni sem ætlaði að éta þau. Ekki skal þó taka mark á mér þar sem ég er blessunarlega laus við að vera trúaður.
Allavega, í páskaegginu var málshátturinn "margur verður af aurum api" sem var merkilega viðeigandi þar sem ég var einmitt að lesa fyrir fjármál fyrirtækja prófið sem verður síðar í vikunni. Þessum boðum hefði ekki verið komið betur til skila ef hefði staðið "Finnur, hættu á viðskiptabraut, fégráðugi djöfull!". Ég sé bara til hvernig prófin fara áður en ég hlýði páskaegginu.
Allavega, í páskaegginu var málshátturinn "margur verður af aurum api" sem var merkilega viðeigandi þar sem ég var einmitt að lesa fyrir fjármál fyrirtækja prófið sem verður síðar í vikunni. Þessum boðum hefði ekki verið komið betur til skila ef hefði staðið "Finnur, hættu á viðskiptabraut, fégráðugi djöfull!". Ég sé bara til hvernig prófin fara áður en ég hlýði páskaegginu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Parið Agnes og Einar Örn hafa verið saman síðan ég man eftir mér (sem segir ekki mikið þar sem ég man bara ca 15 mínútur aftur í tímann) og eru þau stödd þessa dagana í nágrannalandinu Ástralíu. Þau halda eina skemmtilegustu netdagbók sem ég hef um ævina lesið og er hægt að finna hana hér.
Allavega, þeim hefur verið bætt í hlekkina undir vinir og vandamenn.
Allavega, þeim hefur verið bætt í hlekkina undir vinir og vandamenn.
sunnudagur, 11. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrir stuttu sá ég hina margrómuðu Starsky & Hutch eða Starsky og Hutch eins og það yfirfærist á íslenskuna. Ég hafði miklar væntingar til myndarinnar þar sem allt í kringum mig féll fólk í yfirlið af hamingju yfir henni. Myndin fjallar um tvo lögregluþjóna á diskótímabilinu sem kljást við eiturlyfjabarón sem gerir þeim lífið leitt.
Fínasta mynd en grínið frekar stefnulaust og oft hálf vandræðalegt. Tvær stjörnur af fjórum.
Í gærkvöldi sá ég svo Dawn of the dead eða dögun dauðra með systkinum mínum Kollu og Helga. Hún fjallar um fólk sem er á flæðiskeri statt eftir að það nær að flýja í verslunarmiðstöð frá einhvernskonar uppvakningum, hvers uppruni er á huldu. Það að vera uppvakningur smitast þó í gegnum bit, eða eitthvað. Þau eru þó ekki á flæðiskeri stödd varðandi hugmyndir og deyja því ekki... ráðalaus.
Sæmileg afþreying fyrir masókista. Eina og hálfa stjörnu af fjórum.
Fínasta mynd en grínið frekar stefnulaust og oft hálf vandræðalegt. Tvær stjörnur af fjórum.
Í gærkvöldi sá ég svo Dawn of the dead eða dögun dauðra með systkinum mínum Kollu og Helga. Hún fjallar um fólk sem er á flæðiskeri statt eftir að það nær að flýja í verslunarmiðstöð frá einhvernskonar uppvakningum, hvers uppruni er á huldu. Það að vera uppvakningur smitast þó í gegnum bit, eða eitthvað. Þau eru þó ekki á flæðiskeri stödd varðandi hugmyndir og deyja því ekki... ráðalaus.
Sæmileg afþreying fyrir masókista. Eina og hálfa stjörnu af fjórum.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er ótrúlegt hvað ég er í raun fjölhæfur. Þessa stundina sit ég sallarólegur og aleinn í Háskóla Reykjavíkur, borðandi súkkulaðisnúða, drekkandi kókómjólk, teflandi og spjallandi við Styrmi bróðir, lesandi glærur fyrir próf og gerandi dæmi, sendandi sms út og suður, að fylgjast með mikilvægum leik Utah Jazz á netinu og á tímabili var ég líka að lesa fréttablaðið, allt á meðan ég hlusta á seiðandi tóna Nick Cave.
Það er einkennileg tilviljun að um leið og þessi hæfileiki minn kemur í ljós, get ég ekki klárað nokkurn skapaðan hlut sem ég tek mér fyrir hendur.
Það er einkennileg tilviljun að um leið og þessi hæfileiki minn kemur í ljós, get ég ekki klárað nokkurn skapaðan hlut sem ég tek mér fyrir hendur.
laugardagur, 10. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá hef ég safnað skeggi. Hér er mynd af skegginu og mér þegar allt lék í lyndi.
Skeggið yfirgaf þó þessa jörð í gærmorgun eftir harkalegt rifrildi. Það var 15 daga gamalt og skilur eftir sig ófríðan mann með rakstursskurð.
Skeggið yfirgaf þó þessa jörð í gærmorgun eftir harkalegt rifrildi. Það var 15 daga gamalt og skilur eftir sig ófríðan mann með rakstursskurð.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Sú regla er við lýði hér í skólanum að topp fimm eða tíu meðaleinkunnir á önn fá endurgreidd skólagjöld, sem eru talsvert há eða um 90.000 krónur (á önn). Ég tel þetta mjög raunhæft markmið fyrir mig að ná ef ég legg nógu hart að mér auk þess sem eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum er fyllt:
1. Aðeins fimm eða tíu nemendur stunda nám á hverri önn.
2. Internetið hætti störfum og allar tómstundir verði bannaðar með lögum.
3. Sérstakur túlkur fer með mér út um allt og útskýrir allt eins og ég sé 5 ára.
4. Heilinn á mér fer að virka eðlilega og athyglisbrestur verði enginn.
5. Kennt verði hvernig eigi að slæpast, blogga og að eyða tímanum í kjaftæði.
Sé þessu fylgt eftir sé ég ekkert sem gæti komið í veg fyrir að ég fái þennan umtalaða styrk.
1. Aðeins fimm eða tíu nemendur stunda nám á hverri önn.
2. Internetið hætti störfum og allar tómstundir verði bannaðar með lögum.
3. Sérstakur túlkur fer með mér út um allt og útskýrir allt eins og ég sé 5 ára.
4. Heilinn á mér fer að virka eðlilega og athyglisbrestur verði enginn.
5. Kennt verði hvernig eigi að slæpast, blogga og að eyða tímanum í kjaftæði.
Sé þessu fylgt eftir sé ég ekkert sem gæti komið í veg fyrir að ég fái þennan umtalaða styrk.
föstudagur, 9. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nokkur furðuleg atriði varðandi mannslíkamann sem ég hef tekið eftir frá æsku minni:
1. Það vaxa hár úr andliti karlmanna. Fáránlegt.
2. Konur mála á sér andlitið. Merkilegt en um leið hlægilegt.
3. Svitalykt. Er ekki löngu tímabært að við þróumst frá henni?
4. Rasskinnarnar. Tveir púðar til að sitja á. Fyndið.
5. Eyru. Bjánalega útlítandi líkamspartur.
Fyndinn þessi mannslíkami sem allir eru að tala um.
1. Það vaxa hár úr andliti karlmanna. Fáránlegt.
2. Konur mála á sér andlitið. Merkilegt en um leið hlægilegt.
3. Svitalykt. Er ekki löngu tímabært að við þróumst frá henni?
4. Rasskinnarnar. Tveir púðar til að sitja á. Fyndið.
5. Eyru. Bjánalega útlítandi líkamspartur.
Fyndinn þessi mannslíkami sem allir eru að tala um.
fimmtudagur, 8. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Síðustu tvo daga hef ég aðeins borðað gríðarlega óhollustu. Máli mínu til stuðnings birt ég tölfræðina:
Í gær át ég eftirfarandi:
Hálf skúffukaka + 2 glös af mjólk.
1 stk. snickers + 0,33l kók.
2 stk. fjólublátt extra jórturleður.
Í dag hef ég borðað nákvæmlega sama magn af öllu nema jórturleðri þar sem ég skar niður neysluna um helming á því sviði, til að koma til móts við bíóferð sem plönuð er í kvöld.
Það má því segja að það sé mikil gúrkutíð í matar og bloggmálum hjá mér.
Í gær át ég eftirfarandi:
Hálf skúffukaka + 2 glös af mjólk.
1 stk. snickers + 0,33l kók.
2 stk. fjólublátt extra jórturleður.
Í dag hef ég borðað nákvæmlega sama magn af öllu nema jórturleðri þar sem ég skar niður neysluna um helming á því sviði, til að koma til móts við bíóferð sem plönuð er í kvöld.
Það má því segja að það sé mikil gúrkutíð í matar og bloggmálum hjá mér.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
The Butterfly Effect.
Í gærkvöldi sá ég myndina The Butterfly Effect með Ashton Kutcher og Amy Smart í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um piltung sem missir minnið annað slagið á yngri árum. Þegar á fullorðinsárum er náð uppgötvar hann að með upprifjun á þessum tímabilum getur hann breytt fortíðinni og þarmeð framtíðinni. Hljómar eins og algjört kjaftæði en kemur á óvart hvað þetta er áhugavert og skemmtilegt. Álit mitt á Ashton Kutcher hefur hækkað gríðarlega þar sem hann stendur sig með stakri prýði.
Í myndinni kom líka athyglisvert atriði. Þegar hann var yngri fór hann á bíómyndina Seven, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki nóg með það heldur skrifar aðalkarakterinn dagbækur um allt sem gerist í nákvæmlega eins bók og John Doe skrifaði í í Seven. Mögnuð tilviljun það.
Allavega, myndin er spennandi, áhugaverð, grípandi og stórkostlega skemmtileg. Ég mæli sterklega með henni þegar hún kemur í bíóhús landsins. Þrjár og hálfa stjörnu af fjórum. Jafnvel fjórar.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fjórfarar vikunnar:
Styrmir bróðir.
Chris Carmack - vondi kærstinn í The OC.
Eric Montross.
Ivan Drago.
Styrmir, þetta færðu fyrir að rífa og henda límmiðunum sem mig langaði að eiga þegar ég var 11 ára.
Styrmir bróðir.
Chris Carmack - vondi kærstinn í The OC.
Eric Montross.
Ivan Drago.
Styrmir, þetta færðu fyrir að rífa og henda límmiðunum sem mig langaði að eiga þegar ég var 11 ára.
miðvikudagur, 7. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Yfirgnæfandi fjöldi þátttakenda í örlítilli könnun minni í vikunni vildi gjarnan taka aðra könnun þar sem hin klúðraðist algjörlega eftir að 48 manns höfðu kosið. Hér er þá komin önnur könnun fyrir ykkur að taka. Ég er óendanlega þakklátur þeim sem hana taka með glöðu geði.
Fyrir ykkur sem misstuð af hlekknum hér að ofan þá getið þið tekið hana hér. Hún er mun betri en sú síðasta þó að útlitið á henni sé frekar slæmt.
Fyrir ykkur sem misstuð af hlekknum hér að ofan þá getið þið tekið hana hér. Hún er mun betri en sú síðasta þó að útlitið á henni sé frekar slæmt.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Í strætóskýli í gær varð ég vitni að því þegar gömul kona tapaði strætómiðanum sínum. Hún leitaði út um allt í skýlinu, hátt og lágt og snéri öllu á hvolf í leitinni. Ég hjálpaði henni og skimaði eftir miðanum sem henni var svo dýrmætur.
Eftir nokkra mínútna leit og talsvert mikil vandræði dró hún upp veskið sitt og reif annan miða, af ca tuttugu.
Ég hefði skallað nísku kellinguna ef hún hefði náð mér ofar en mitti.
Eftir nokkra mínútna leit og talsvert mikil vandræði dró hún upp veskið sitt og reif annan miða, af ca tuttugu.
Ég hefði skallað nísku kellinguna ef hún hefði náð mér ofar en mitti.
þriðjudagur, 6. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Á morgun, miðvikudaginn 07. apríl 2004, mun hin stórkostlega söngkona og falski karakter (eða var það öfugt) Leoncie skemmta sótölvuðum mannskap Nellys við væntanlega mikinn fögnuð viðstaddra. Nánari upplýsingar hér. Góða skemmtun.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Þá er fyrsta prófið að byrja eftir rúmlega tvo tíma og það er í þjóðhagfræði. Ég ákvað að bregða út af vana mínum og sofa fyrir þetta próf sem veldur því að ég er ekki að kasta upp blóði þessa stundina. Ég hinsvegar finn ekki fyrir tungunni á mér fyrir stressi en það er önnur saga.
mánudagur, 5. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Fyrsta prófið á morgun. Tilhlökkunin er gríðarleg og stressið í algjöru lágmarki. Þó það sé gaman að fara í prófið sjálft þá er próflesturinn það skemmtilegasta við allt námið.
Þessi færsla var í boði prestasamtaka íslands (sjáið þessi ummæli ef þið eruð að klóra ykkur í hausnum núna).
Þessi færsla var í boði prestasamtaka íslands (sjáið þessi ummæli ef þið eruð að klóra ykkur í hausnum núna).
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
1967-1994
Í dag eru 10 ár síðan lík Kurt Cobain fannst eftir að eiginkona hans, Courtney Love, lét myrða hann. Hans er og verður sárt saknað.
sunnudagur, 4. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Nýlega varð mér alvarlega á í messunni. Ég bað ykkur auðmjúklega að taka könnun fyrir þessa síðu í nítján liðum, til þess að auka vitneskju mína varðandi heimsækendur síðunnar, auk þess sem ég ætlaði að nota niðurstöðurnar í efni á síðunnar. Reyndar gekk ég svo langt að lofa ykkur niðurstöðum. Síðan rann könnunin og réttur minn til að kíkja a niðurstöðurnar út, degi áður en ég ætlaði að verka niðurstöðurnar og kemst ég ekki í þær nema ég greiði himinháa upphæð til glæpamannana sem reka síðuna. Ég biðst afsökunnar á óframkvæmanlegu loforði.
Nú spyr ég; mynduð þið vilja taka þátt í annarri, mun betri (, lengri) og skemmtilegri könnun ef ég lofa upp á augu barnabarna minna (komandi) að ég birti niðurstöðurnar hérna?
Smellið hér til að svara þeirri spurningu.
Nú spyr ég; mynduð þið vilja taka þátt í annarri, mun betri (, lengri) og skemmtilegri könnun ef ég lofa upp á augu barnabarna minna (komandi) að ég birti niðurstöðurnar hérna?
Smellið hér til að svara þeirri spurningu.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ég mæli með eftirfarandi lögum þessa dagana. Ef þið viljið að ég setji eitthvað af þeim hérna inn fyrir ykkur að hlusta á, látið mig vita:
Miss you - Blink 182
Vera mátt góður - Hinn Íslenski Þursaflokkur
Christina the astonishing - Nick Cave & the bad seeds
Pumping on your sterio - Supergrass
Danger (high voltage) - Electric six + Jack White
Blue Hour - Turin Breaks
Ef þið smellið á titilinn fáið þið texta viðkomandi lags, nema ef þið smellið á lagið vera mátt góður, þá fáið þið lagið sem er örstutt. Varið ykkur þó, mikið af pop-up gluggum fylgja sumum textunum.
Miss you - Blink 182
Vera mátt góður - Hinn Íslenski Þursaflokkur
Christina the astonishing - Nick Cave & the bad seeds
Pumping on your sterio - Supergrass
Danger (high voltage) - Electric six + Jack White
Blue Hour - Turin Breaks
Ef þið smellið á titilinn fáið þið texta viðkomandi lags, nema ef þið smellið á lagið vera mátt góður, þá fáið þið lagið sem er örstutt. Varið ykkur þó, mikið af pop-up gluggum fylgja sumum textunum.
laugardagur, 3. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Mig hefur aldrei langað jafnmikið að vera alvarlega rangeygður til vinstri en áðan þegar ein fegursta stúlka sem ég hef augum litið settist á ská við mig í mötuneytinu á meðan ég tefldi.
Fjandinn hafi þig Háskóli Reykjavíkur fyrir of fagurt kvenfólk, fjandinn hafi þig!
Fjandinn hafi þig Háskóli Reykjavíkur fyrir of fagurt kvenfólk, fjandinn hafi þig!
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það lítur út fyrir að Metallica sé að koma til landsins. Ég gríp inn í mbl.is þar sem segir að "Her starfsmanna komi með sveitinni og um 60 tonn af sviðsbúnaði." Auk þess var sagt í fréttablaðinu að aðilar hérlendis þurfi að kaupa reiðinnar býsn af hlutum til að koma til móts við kröfur hljómsveitarinnar.
Miðinn kostar aðeins 55.000 krónur.
Miðinn kostar aðeins 55.000 krónur.
föstudagur, 2. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það gleður mig að tilkynna að ég er kominn með vinnu og herbergi fyrir sumarið. Ég mun vinna á skattstofunni aftur þar sem ég mun vonandi slá inn tölur og slá garðinn á milli þess sem ég mun slá meðleigendur mína í rot en þeir verða Garðar, Bergvin og Gylfi. Þar að auki mun ég slá mér upp með hinum og þessum stúlkum eftir að hafa slegið þeim gullhamra og slegið um mig með fríðu föruneyti vina.
Það þýðir samt ekki að láta þessar fréttir slá sig út af laginu og slá próflestrinum á frest, ekki ef ég ætla að slá í gegn á prófunum því ef ég slæ slöku við verð ég sleginn út úr skólanum og þarf að öllum líkindum að slá um peninga í bankastofnunum landsins.
Það þýðir samt ekki að láta þessar fréttir slá sig út af laginu og slá próflestrinum á frest, ekki ef ég ætla að slá í gegn á prófunum því ef ég slæ slöku við verð ég sleginn út úr skólanum og þarf að öllum líkindum að slá um peninga í bankastofnunum landsins.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Pabbi, mamma, Björgvin bróðir, Helgi bróðir, Gylfi, Bergvin og Jökull eru að öllum líkindum að koma til Reykjavíkur í dag til að vera yfir helgina eða lengur. Fyrir venjulegan mann væri þetta frábært en ég þarf að læra fyrir lokapróf í þjóðhagfræði sem er á þriðjudaginn þannig að ég get lítið hitt mannskapinn. Dæmigert.
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Ætli það sé ekki best að tilkynna aprílgabb gærdagsins sem snérist um að ég væri ekki með bólu á nefinu. Þeir hundruðir sem hlupu apríl í skólanum urðu mjög vandræðalegir þegar ég tilkynnti þeim að þetta hafi bara verið aprílgabb, eftir að þau litu á nefið á mér sem var alls ekki bólulaust.
fimmtudagur, 1. apríl 2004
Höfundur:
Finnur Torfi Gunnarsson
Það er óskráð regla hérna í skólanum að halda hurð opinni fyrir næstu manneskju sem kemur á eftir eða á móti en hurðirnar lokast sjálfkrafa eins og frægt er orðið og það þarf aðgangskort til að opna þær.
Ég ætlaði heldur betur að slá í gegn í gær þegar ég sá föngulega stelpu koma skokkandi úr talsverðri fjarlægð til að ná hurðinni þar sem ég gekk í gegnum dyr á fjórðu hæð. Hugðist ég ýta hurðinni talsvert opinni svo allt í senn gæti ég gengið áfram, opnað fyrir hana hurðina (og þarmeð fengið nokkur stig í kladdanum hennar) og verið frekar svalur í fyrsta skipti. Það gekk vægast sagt illa. Ég ýtti við hurðinni en þar sem hún var frekar stíf og ég frekar léttur ýtti ég sjálfum mér frá hurðinni. Til að bjarga andliti gekk ég bara áfram og heyrði hana andvarpa um leið og hún þurfti að opna hurðina sjálf. Frekar vandræðalegt.
Ég ætlaði heldur betur að slá í gegn í gær þegar ég sá föngulega stelpu koma skokkandi úr talsverðri fjarlægð til að ná hurðinni þar sem ég gekk í gegnum dyr á fjórðu hæð. Hugðist ég ýta hurðinni talsvert opinni svo allt í senn gæti ég gengið áfram, opnað fyrir hana hurðina (og þarmeð fengið nokkur stig í kladdanum hennar) og verið frekar svalur í fyrsta skipti. Það gekk vægast sagt illa. Ég ýtti við hurðinni en þar sem hún var frekar stíf og ég frekar léttur ýtti ég sjálfum mér frá hurðinni. Til að bjarga andliti gekk ég bara áfram og heyrði hana andvarpa um leið og hún þurfti að opna hurðina sjálf. Frekar vandræðalegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)