sunnudagur, 31. júlí 2005

Ég hef sleppt lyftingum síðustu tvo daga og fór þess í stað í sund og lét foreldralausa krakkaviðbjóði angra mig þar. Allavega, á þessum tveimur lyftingarlausu og hreyfingarlausu dögum hef ég lést um tvö kíló. Eitt kíló að meðaltali á dag.

Þannig að ef ég hætti að lyfta þegar ég sný aftur suður í haust mun ég verða að engu þann 12. nóvember næstkomandi. Ég sé mig því tilneyddan til að halda lyftingum áfram.

Mætið aftur hingað á morgun, mánudag. Þá mun eitthvað stórkostlegt gerast, án þess að ég geri of mikið úr því.

Eitt er það lag þessa dagana sem fær mig til að vilja klæða mig úr öllum fötunum og hlaupa um stræti Egilsstaða og Fella í "slow motion", kviknakinn og útataður í tómatsósu. Lagið er DARE með Gorillaz.

Horfið á myndbandið og hlustið á lagið hér. Lofið mér bara að fara varlega.

laugardagur, 30. júlí 2005

Í dag þegar ég reyndi að slappa af í sólinni í sundi datt mér í hug tvö frumvörp að lögum. Ég kann ekki að skrifa lög rétt upp þannig að ég skrifa hugmyndirnar upp hér eins og þær komu fyrir í hausnum á mér í þeirri von að einhver þingmaður lesi þetta og komi þessu áleiðis:

1. Banna skal öllum börnum eldri en 2ja ára og yngri en 15 ára að fara í sund, alltaf, allsstaðar. Engar undantekningar.

2. Þau börn, á aldrinum 2ja til 15 ára, sem komast í sund og skapa ónæði* fyrir (h)eldri sundlaugagesti án afskipta foreldra, má aflífa á hvaða hátt sem er af viðkomandi (h)eldri sundlaugargesti sem verður fyrir ónæðinu.

Ég væri sáttur ef aðeins annað þeirra næði í gegn en auðvitað mjög ánægður ef bæði frumvörpin gera það.

* Ónæði: Minnkun ánægjugildis sundarferðar viðkomandi.

föstudagur, 29. júlí 2005

Önnur fríhelgin mín í sumar að hefjast og fagna ég fríinu í þetta skiptið. Planið er eftirfarandi:

Föstudagur
20:00 Matarboð.

Laugardagur
Ekkert planað.

Sunnudagur
Ekkert planað.

Mánudagur
Ekkert planað.

Hörkufjörug helgi framundan!
Tölfræði gærdagsins er komin í hús. Hún er eftirfarandi:

16 Kommentaafmæliskveðjur.
11 Afmæliskveðjur í persónu.
2 Afmæliskveðjur í gegnum tölvupóst.
5 Endurteknar afmæliskveðjur
24 Alls einstakar afmæliskveðjur. Nýtt met!

4 Afmælisgjafir.
2 Afmæliskökur.
1 Afmæliskoss.
2 Ný grá (afmælis) hár.
11 kemur orðið "afmæli" fram í þessari færslu.

Þetta er í síðasta sinn í bili sem ég tala um afmæli. Ég lofa.

Ég þakka annars innilega fyrir mig. Magnaður dagur að baki.

fimmtudagur, 28. júlí 2005

Þessi afmælisdagur hefur verið merkilega góður það sem af er. Til að byrja með hafa vinir og kunningjar, ásamt gríðarfjölda af fallegu kvenfólki, óskað mér til hamingju með afmælið, bæði í ummælum í færslunni hér að neðan og í persónu. VISA reikningurinn var um 35% lægri en ég bjóst við sem gefur mér grænt ljós á að kaupa mér stafræna myndavél og í vinnunni í dag hafa einungis ungar, fallega raddaðar konur hringt í mig og verið í góðu skapi.

Þetta er ekki allt því kvöldið er eftir en ég hyggst lyfta, synda, þrífa skattinn og umgangast allt fallega og skemmtilega fólkið þegar fram líða stundir. Þetta gæti orðið besti afmælisdagur lífs míns, fyrir utan auðvitað þegar ég fékk He-man kastalann Gray-Scull á átta ára afmælinu mínu í Trékyllisvík.

Takk fyrir kveðjurnar öll.


Klukkan er rúmlega 2 að nóttu og ég var að ljúka við að gera ljúffenga skyrteru. Afraksturinn má sjá hér að ofan. ATH. þetta vinstra megin við hana eru ekki húðpjötlur heldur jarðarber.

Allavega, tilefnið er ærið. Ritnefnd veftímaritsins fæddist þennan dag og er nú komið á hinn stórskemmtilega dauðaaldur; 27. Spurning hvort Finnur.tk lifi árið af eða sláist í hóp með Kurt Cobain, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Kristjáni Jónssyni fjallaskáldi.

Ef þið viljið gefa mér gjöf í tilefni dagsins, hlekkið á mig á síðunni ykkar, hvort sem er í færslu eða hlekkjasafni. Það eða að gefa mér núðlupoka.

miðvikudagur, 27. júlí 2005

Þegar hingað er komið við sögu hef ég unnið í um 625 tíma sem fulltrúi á skattstofunni þetta sumarið, í 31 tíma við að þrífa skattstofuna og í um 16 tíma við að slá skattstofugarðinn. Þetta gerir alls 672 tíma. Svona skiptist þá sumarið niður:

43,1% Vinna.
25,0% Svefn (utan vinnutíma).
6,3% Að umgangast skemmtilegt fólk utan vinnutíma.
5,5% Slappa af.
4,8% Lyftingar.
4,2% Að borða mat/prótein/annað utan vinnutíma.
3,1% Keyra á milli staða utan vinnutíma.
3,0% Sund og heitur pottur.
1,4% Sturta og rakstur.
0,4% Horfa á sjónvarp.
3,2% Annað (minnisleysi).
--------------------------------
100,0% Alls

Þar af hef ég tekið tvo heila daga í frí.

Hljómar ekki spennandi en ég hef samt sem áður sjaldan lifað jafn skemmtilegt sumar. Það þarf greinilega ekki nema um 6,3% af tímanum til að gera heildina skemmtilega.
Þegar ég er mjög þreyttur virðast skrautlegar blogghugmyndir koma til mín eins og flugur að mykju eða Portúgalir og Ítalir að ljóshærðu kvenfólki á Héraði. Þegar ég er lítið eða ekkert þreyttur á ég auðvelt með að skrifa um það sem á daga mína hefur drifið, ef eitthvað. Þegar ég er hinsvegar mitt á milli þess að vera dauðþreyttur og úthvíldur þá veit ég ekki hvað skal skrifa, eins og núna.

Ég lofa að sofa minna í nótt og skrifa eitthvað sniðugt næst.

þriðjudagur, 26. júlí 2005

Þá hef ég lokið við að skrifa öllum Portúgölum sem vinna við að slást við mótmælendur á Kárahnjúkum bréf en það hefur tekið nokkrar vikur með helgum og löngum kvöldum. Ég hef ákveðið að verðlauna sjálfan mig í kjölfarið með því að láta græða húð framan á fingurbeinin, borða, lita gráu hárin og jafnvel kaupa fallega sög. En fyrst þarf ég að enda geðhræringuna sem greip um sig þegar síðasta bréfinu var lokið og klæða mig í fötin.

Þá taka við endalaus símtöl frá öllum sem ég hef skrifað bréf í sumar en þau skipta hundruðum, ef ekki milljörðum.
Hér er listi yfir líkamlega kvilla sem hrjá mig þessa dagana:

* Vinstra hné: Smá bólgið eftir ofnotkun í körfubolta.
* Vinstri rist: Tognaði fyrir um 11-12 vikum síðan. Grær hægt en örugglega. Stirður.
* Hægra hné: Mjög bólgið eftir ofnotkun í körfubolta. Sennilega tognað að sögn læknis.
* Hægri rist: Krónísk vöðvameiðsli sem krefst uppskurðar, að sögn bæklunarlæknis sem ég spjallaði við í morgun.
* Augu: -2.0 í sjón.
* Eyru: Of stór.
* Bak: Eymsl í baki eftir ofnotkun í körfubolta.

Ég get eytt fjórum af sjö vandamálum með því að saga af mér lappirnar en hitt get ég lítið gert í, nema gengið með gleraugu, húfu og gert bakæfingar, sem auðvitað er alltof mikið vesen.

mánudagur, 25. júlí 2005

Síminn minn hringir aldrei á meðan ég er að lyfta þar sem ég skil hann eftir í bílnum í nokkra tíma.

Hann hringir ekki heldur í þá tvo tíma sem ég eyði nánast daglega á körfuboltaæfingu og sturtu.

Hann hringir ekkert þegar ég djamma um helgar og er í símastuði.

En hann hringir hinsvegar alltaf þegar ég er nýbyrjaður að spjalla við fallegan kvenmann á förnum vegi eða þegar ég er nýsofnaður.

Merkilegt!

sunnudagur, 24. júlí 2005

Hér koma nokkrar myndir sem fengu mig bæði til að gapa og hlæja með smá millibili. Þið getið sett músarbendilinn yfir myndina fyrir nánari upplýsingar og smellið á eintakið fyrir stærri útgáfu.

Fyrst teiknimyndasaga sem ég hef mikið dálæti á:
Einstakur húmor!

Næst er það mynd af pókerhöndum sem komu upp í spili gegn Soffíu:
Við fengum nákvæmlega sömu spil eftir mjög góða stokkun og eftir að hafa hent mismunandi mörgum spilum hvor! Líkurnar eru stjarnfræðilega fjarlægar.

Að síðustu er hér um áhugavert samtal Jesúss við nokkra lærisveina sína áður en hann var flengdur til helvítis og til baka:
Mjög sérstakur húmor hér á ferðinni. Jesús og allir í kringum hann virðast tala 1337.
Mikið er mér vel við miðaldra kellingartussur sem læsa heilu blokkunum af ótta við að einhver fullur karlmaður ryðjist inn og nauðgi þeim fyrir framan allt og alla á heimilinu, sem veldur því að íbúar blokkarinnar sem eru úti langt fram eftir komast ekki inn og þurfa að mæta í vinnuna, t.d. á skattstofuna, ósofnir daginn eftir. Ekki að ég kannist neitt við það. Hef bara gaman af vænisjúkum tussum.

Allavega, ég ætlaði að ryðjast inn í blokk í nótt og nauðga einhverri miðaldra kellingartussu fyrir framan allt og alla á heimili hennar þegar það var búið að læsa blokkinni. Frekar neyðarlegt.

laugardagur, 23. júlí 2005

Dagurinn í dag er merkilegur fyrir þær sakir að frá og með honum sakna ég Reykjavíkur og Háskólans í Reykjavík ekkert lengur. Ég vil jafnvel ganga svo langt og segjast ekkert vilja fara aftur til Reykjavíkur í haust. Ég verð að þó klára skólann þannig að ég læt mig hverfa héðan eftir ca mánuð, eflaust með tár í auga og trega í hjarta, eða næsta nágrenni þess.
Hér er upptalning yfir það hversu oft ég hef gert eftirfarandi hluti síðasta sólarhringinn:

* Gert góðverk: 0x
* Út að hlaupa: 0x
* Körfubolti spilaður: 0x
* Lyft: 1x
* Bjargað mannslífi: 0x
* Grátið: 0x
* Hlegið: 67x
* Farið í sund með stelpu: 1x
* Borðað hollt: 0x
* Hugsað hreinar hugsanir: 0x
* Ekki myrt alla túrista á Egilsstöðum á hrottafenginn hátt í huganum: 0x

Þar sem x = " sinnum". Annars bara vinna alla helgina og partý í kvöld. Það gerist ekki betra.

föstudagur, 22. júlí 2005

Það er ýmislegt að frétta. Hér er upptalningin:

* Eftir langa körfuboltaæfingu í gær hef ég komist að því að fæturnir á mér eru farnir að gefa sig. Hnéin á mér eru bólgin og önnur ristin illa farin ásamt bólgu eftir nýlega tognun á hinni ristinni.

* Ég faðmaði bílinn minn í gærkvöldi eftir að hafa fengið hann úr fimm daga viðgerð. Ég óska ekki verstu óvinum mínum að vera bíllausir.

* Ég fékk inn á Nemendagarðinn Höfða aftur. Í þetta sinn í stærra herbergi á 2. hæð. Það er svo stórt að það eru tveir gluggar á því.

* Syfjumetið var slegið í morgun þegar ég mældist 9,7 þreyttur af 10 mögulegum. Ég grét smá úr þreytu.

* Myndasögugerð er hafin í samstarfi við Jónas Reyni. Á næstunni mun opnast síða með herlegheitunum.

* Andleysi hrjáir mig hvað blogg varðar.
Ég hef fundið annan Finn á netinu. Hann kallar sig Finnure og er með hörkublogg. Því fær hann hlekk hjá mér hægra megin og baráttukveðjur því það er ekki auðvelt að heita Finnur á tímum aulabrandara og vitleysinga, hvað þá Finnure. Kíkið á bloggið hans hér.

fimmtudagur, 21. júlí 2005

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ef ekki í gegnum aðrar manneskjur, eigin hugsanir eða bækur þá í gegnum sjónvarpið. Nýlega sá ég auglýsingu þar sem öllum tilgátum helstu heimspekinga er kollvarpað með einni setningu. Í lok auglýsingarinnar er nefnilega mestu uppgötvun allra tíma varpað fram eins og ódýru slagorði; "Lífið er rallý!".

Ég hef alltaf haldið því fram að lífið væri tilviljunarkennd leit hvers og eins að maka til að viðhalda stofninum og í versta falli að skemmta sér vel á meðan en eftir þessa auglýsingu hef ég ákveðið að hætta öllum slíkum hugsunum og kaupa mér bara hjálm.
Hér er fréttainnskot:

Undirritaður var rétt í þessu að ljúka við sinn fyrsta heila kaffibolla og þann síðasta í framhaldi af geðsjúkri syfju sem sótt hefur að honum í morgun. Fyrstu viðbrögð líkamans við kaffibollanum eru svitaköst og ónot í maga ásamt andremmu. Líðan er eftir atvikum viðunandi og syfjan á undanhaldi. Við látum vita um leið og breyting verður á en búast má við hamskiptum næstu klukkustundir.

Ástæða syfjunar er lítill svefn en nammi var lagt til munns í nótt með fyrrgreindum afleiðingum.

Hlekkur á syfju.

miðvikudagur, 20. júlí 2005

ATH! Eftirfarandi færsla er bönnuð fyrir..

..alla innan 21s árs aldurs,
..rauðsokkur,
..mjúka menn (homma),
..og fólk sem fær blóðnasir við að sjá nekt..

..þar sem í henni er að finna nekt, ef þú hefur ekki áttað þig á því.


Gutti.biz sendi mér eftirfarandi mynd á msn spjallforritinu í kjölfar umræðu um verga þjóðarframleiðslu nágrannaríkis okkar, Grænlands. Við að sjá hana þustu í gegnum huga minn á að giska 300 aulabrandarar. Að neðan eru þeir minnst ófyndnu, að mati öryggisráðs sameinuðu þjóðanna:

* Á þessari mynd eru nokkrir hlutir. Hver þeirra á ekki heima á henni?
* Klámspekúlantar eru farnir að aðlaga klámið nútímanum, eins og sést á þessari mynd, þar sem allir eru of feitir og hugsa meira um mat en kynlíf. Svipað og gert er með pöndurnar.
* Þetta er svæsnasta sveppasýking í nafla sem ég hef séð um ævina.
* Þessi náungi er með rosalegustu brjóstvöðva sem ég hef séð og um leið minnsta typpið. Og svo er pizza þarna.
Í nótt vaknaði ég við mikinn hávaða. Þegar ég komst til meðvitundar áttaði ég mig á því að ég hafði skellt enninu á mér í gluggasylluna sem gnæfir við rúmgaffalinn hjá mér. Ekki nóg með það heldur hafði myndast glæsileg kúla á ennið á mér og sársaukinn var frekar mikill.

Þetta er ekki allt því eftir þetta höfuðhögg get ég hvorki reimt skóreimar né blótað, nema ég geri bæði í einu. Einnig fatta ég enga brandara héreftir.

Svo skar ég mig líka við rakstur í gær en það eru engar fréttir. Andlitið á mér er ekki ósvipað Bagdad í útliti eftir endalausa skurði í rökstrum síðastliðins veturs.

þriðjudagur, 19. júlí 2005

Síðustu vikur hef ég verið að komast að "groundbreaking" niðurstöðum og í dag endanlega fékk ég staðfestingu á þeim við að hlusta á hinar svokölluðu "gleðifréttir" þeirra Ladda, Gísla Rúnars og einhvers óþekkts þriðja aðila á Bylgjunni, sem ég hlusta alla jafna aldrei á. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Laddi er ekki og hefur aldrei verið fyndinn. Hann er meira grallari en húmoristi nokkurntíman. Setningar eins og "Ooo... Laddi, grallarinn þinn!" og "Laddi þó, þú sagðir þetta nú ekki núna. Algjör prakkari!" eiga heima fyrir aftan það sem hann segir en ekki hlátur. Skrítnar raddir eru hans eina sérsvið og það er ekki nóg.

Það er ekki allt því niðurstöður mínar segja líka að öllum þeim sem finnst hann fyndinn eru vitleysingar og skal löðrunga undir eins.

Annað hvort það eða að mér finnst hann bara ekkert fyndinn.
Hvað ætli það kosti að fá einkaleyfi fyrir nýja uppfinningu sem felur í sér að setja vélbyssu framan á vélarhúdd til að eyða hægum gamalmennum og hálfvitum á jeppum úr umferðinni?

Úbs, gaf upp leyndarmálið mitt sem átti að gera mig að vellauðugum sérvitringi!
Fyrir nokkru síðan brotnaði undan bílnum mínum aftanverðum eitt stykki af dempara en hann þjónar þeim tilgangi að dempa skoppið á bílnum sem gormshelvítið undir honum veldur. Mér var sagt að þetta væri í lagi þar sem demparinn undir hinu dekkinu aftanverðu héldi bílnum rólegum. Þá auðvitað brotnaði hann undan og núna er ég eins og Snoop Dogg á rúntinum. En ekki lengi, bíllinn er í aðgerð og verður eins og nýr eftir nokkra tugi þúsunda króna, ef ekki milljónir.

0175-06-1977, kt 280778-4439 ef þið viljið styrkja vont málefni.

Þessi færsla sýnir fram á að ég veit heilmikið um sjálfrennireiðar eða hvað sem þetta kallast.

mánudagur, 18. júlí 2005

Lengi hef ég velt fyrir mér hvernig vefsíða þessi skiptist niður í flokka og þá hvaða flokka. Ég réði verktaka frá Grefti hf til að lesa yfir síðuna og flokka innihaldið niður. Niðurstöðurnar eru fyrir neðan.

Fögur er taflan! Ég fer hvergi.

Ath. Ekki var notast við eftirfarandi við gerð þessa færslu, til að koma í veg fyrir allan misskilning:

* Alvöru verktaka.
* Rökhugsun.
* Excel.
* Hrífu.
* Remúlaði.
* Ritvél.
* Mikinn tíma.

sunnudagur, 17. júlí 2005

Loksins hef ég látið verða af gömlum draumi um að leika í hollywood bíómynd með Jónasi Reyni og Christopher Walken. Kíkið á sýnishornið hér.
Í gær fór ég að lyfta lóðum og gleymdi eftirfarandi:

* Nýju skónum mínum
* MP3 spilaranum
* Nýja prógrammsblaðinu sem ég prentaði út nýlega
* Peysu
* Kreatíndrykknum

...til að gera langa sögu stutta þá mætti ég nakinn í lyftingar í gær án þess að átta mig á því.

laugardagur, 16. júlí 2005

Vinur minn sagði við mig á MSN spjallforritinu í dag: "Ég er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skjóta eða rota þig."

Ég setti þetta upp í formúlu til að fá út hvað hann ætti við:

(skjó/ro)*ta = þig

Ég leiddi þetta svo út í eftirfarandi skrefum:
(skjó/ro)*ta = þig
skjó/ro = þig/ta
skjó = (þig/ta)*ro
skjó = þigro/taro
taroskjó = þigro

Ég spurði hann hvað hvað hann meinti með taroskjó = þigro?

Hann er hættur að tala við mig núna og er á leiðinni yfir.

föstudagur, 15. júlí 2005

Enn eina ferðina sannast að alltaf getur vont versnað:

Í gær: var rúmlega 20 stiga hiti úti og á skattstofunni var varanlega skemmandi hiti. Það að opna glugga sló lítið á hitann og svitinn olli félagslegum truflunum.

Í dag: er um 25 stiga hiti úti og verið að mála skattstofuna að utanverðu af verktökum. Þegar málað er í kringum gluggana þarf að loka þeim. Þegar ekki er verið að mála í kringum þá fyllist skattstofan af málningarlykt. Ég er semsagt að kafna úr hita, svita og málningarlykt þegar þetta er ritað.

Ég sakna þess að vera bara að kafna úr hita og svita.
Þar sem ég verð að hafa tónlist í vinnunni er ég orðinn háður útvarpinu mínu og í kjölfarið er rökrétt að taka smá gagnrýni á útvarpsstöðvarnar:

Bylgjan
Kostir: Eitt og eitt ágætt lag spilað.
Gallar: Sjúklega væmin og ömurleg bæði hvað tónlist og útvarpsmenn varðar. Leiðinlegur ávani að fá miðaldra kellingar til að hringja inn og nöldra. Bjarni Ara er of mikið.
Stjörnugjöf: hálf stjarna af fjórum.

FM957
Kostir: Eitt og eitt ágætt lag spilað. Árni Már mágur er góður, auðvitað!
Gallar: Sjúklega hressir útvarpsmenn og flestir missa stjórnina á þættinum vegna hressleikans. Símaöt og hrekkir hættu að vera fyndnir eftir fyrstu 'Á tali með hemma gunn' þættina.
Stjörnugjöf: ein stjarna af fjórum.

Rás 1
Kostir: Rólegt, gáfulegt og afslappandi.
Gallar: Hrútleiðinlegt.
Stjörnugjöf: 1 stjarna af fjórum.

Rás 2
Kostir: Freyr Eyjólfsson, Óli Palli, Snorri Sturluson, Guðni Már Henningsson og Andrea Jónsdóttir. Góð tónlist milli 12:45 - 16:00. Ungmennafélagið er líka skemmtilegt og tallausir tónlistarþættir á kvöldin.
Gallar: Allir kvenkyns útvarpsmennirnir sem taka viðtöl við bændur á vestfjörðum, spila idol "stjörnurnar" látlaust og vita lítið sem ekkert um neitt. Einnig er fótbolti í beinni útsendingu í útvarpi gjörsamlega út í hött dagskrárgerð.
Stjörnugjöf: Þrjár stjörnur af fjórum.

Niðurstaða: MP3 spilarinn notaður fyrir hádegi. Hlustað á Rás 2 eftir hádegi og kvöldin.

fimmtudagur, 14. júlí 2005


Nýjar stuttbuxur fyrir nýjan körfuboltamann!


Þar sem ekki hefur komið klaufasaga af mér í amk tvo mánuði á síðu þessa hef ég ákveðið að byrja að æfa körfubolta aftur. Síðasta klaufasagan var sögð þegar ég tognaði býsna illa í körfubolta fyrir um níu vikum en allt frá þeim degi hef ég ekki stigið á bak körfuboltahestsins, hvað sem það merkir, þangað til núna.

Fyrsta æfingin var í gær en því miður stóð ég mig ágætlega miðað við níu vikna körfuboltasvelti og því er hér engin klaufasaga. Til að bæta fyrir það hef ég ákveðið að láta mig detta niður stigann hérna í vinnunni þegar ég fer heim í dag, ef ég kemst svo langt.

Það þarf ekki nema ein lítil skilaboð frá mér á tilkynningatöflu vinnustaðar míns til að ég sé litinn hornauga. Ótrúlegt!

miðvikudagur, 13. júlí 2005

Þá hef ég lokið við að lesa bókina Fight Club en eftir henni var gerð ein af mínum uppáhaldsmyndum, sem fyrir einhverja sérkennilega tilviljun ber sama heiti og bókin en skartar þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðalhlutverki.

Eini munurinn á bókinni og myndinni er sá að í bókinni er meira af nekt, ofbeldi, kinnagötum og brotnum tönnum. Endirinn er líka talsvert öðruvísi. Svo leikur Teri Hatcher Marla Singer í bókinni.

Þessi færsla sannar að ég hef lesið bók. Þá á ég bara eftir að sanna að ég lenti í öðru sæti á bringusundsmóti í Trékyllisvík 1988 og að ég er Andrés Önd endurfæddur.
Nick Cave er mikill meistari

Ég fékk það ítrekað upp á bringu við að heyra þessa frétt í útvarpinu í gær. Þá vaknar spurningin; geta leikrit artí fartí söfnuða virkilega verið áhugaverð og þess virði að sjá?

Spyrjum að leikslokum. Kannski get ég bara keypt tónlistina.

þriðjudagur, 12. júlí 2005

Ég tók þetta próf áðan og fékk afar sérstakar niðurstöður. Fyrst svaraði ég 45 spurningum og fékk þetta út:
Svo níu spurningum og fékk þetta út:
Þetta sannar þrennt:

* Oft kemur nákvæmari niðurstaða með færri spurningum.
* Það er þunn lína milli snilligáfu og snældugeðveiki.
* Mér var ætlað að vera með yfirvaraskegg.
Það er aðeins eitt verra í umferðinni en gamlar konur á jeppum og það eru gamlar túristakonur á jeppum. Það er engu lagi líkt hvað þessi hópur fólks er glórulaus í umferðinni. Hér er því tillaga mín:

Allir jeppar á Íslandi skulu bannaðir nema fyrir björgunarsveitir og innlenda karlmenn á aldrinum 25-50 ára með því skilyrði að viðkomandi gangi undir geðrannsókn áður en leyfi er úthlutað. Ennfremur skulu jeppar vera algjörlega bannaðir í þéttbýli.

Jeppar eru nánast tilgangslausir í ljósi þess að það er ófært kannski 2-3 daga á ári. Svo menga þeir alltof mikið. Jeppafíklar geta fengið sér Subaru Justy.

Ég held ég gerist bara alþingismaður og bjargi mannslífum í gegnum svona lagabreytingar í stað þess að verða ofurhetja, eins og áður var planað, þar sem ég kann hvort eð er ekkert að sauma í latexefni.

mánudagur, 11. júlí 2005

Nýliðin helgi var með skemmtilegri helgum ársins, þrátt fyrir talsvert af vinnu á skattstofunni ýmist við þrif, sláttur eða yfirferð endurgreiðslna.

Á laugardaginn tók ég þátt í UÍA Bandýmóti en þar voru fjögur lið skráð til leiks. Ég spilaði með Soffíu og Karólínu undir nafninu Baugar Group. Þrátt fyrir að hafa skorað 15 mörk og aðeins fengið á okkur 5 lentum við í öðru sæti á eftir bandýfélaginu Jón, sem var með markatöluna 3-0 eftir mótið. Soffía var markahæst á mótinu með 6 mörk og Daníel úr Jóni sennilega besti leikmaðurinn. Í þriðja sæti varð félagið BAH með Björgvini, Önnu og Helga.

Um kvöldið var svo slegið upp teiti með bandýleikmönnum eins og áður segir og má sjá myndir frá því hér. Þar var grunsamlega mikið hlegið enda fyndið fólk viðstatt.

Í gær, sunnudaginn, var skattstofugarðurinn svo rakaður í góðra vina hópi, farið í sund og út að borða ásamt vinnu frameftir kvöldi í 25 stiga hita. Hljómar kannski ekki spennandi helgi fyrir nakið augað en hún var það nú samt, fjandinn hafi það.
Hér kemur mitt síðasta nöldur í bili þar sem allt er á uppleið:

Hvert einasta lag með hverri einustu manneskju sem nokkurntíman hefur keppt í Idolinu, íslenska eða útlenska, er leiðinlegt. Reyndar meira en leiðinlegt, mannskemmandi lýsir lögum þeirra betur. Eflaust fínt fólk samt.

sunnudagur, 10. júlí 2005

Í gærkvöldi hélt ég smá teiti heima hjá mér. Þangað mættu bara fallegar stelpur, Björgvin bróðir og bæjarfíflið ég. Drykkjuleikur var spilaður í ca 3 tíma eða þangað til stelpurnar náðu að flýja. Mjög skemmtilegt kvöld, nótt og morgunn. En myndir segja meira en 1.000 orð, eftir fjármagnstekjuskatt. Kíkið því á gsmbloggið. Núna!

laugardagur, 9. júlí 2005

Það er allt að verða vitlaust úr hamingju á skrifstofu veftímaritsins Við Rætur Hugans þar sem vísindamenn veftímaritsins voru að setja saman auglýsingaborða fyrir síðu þessa. Ræstitæknar, jafnt sem ritstjórar, hlaupa um naktir og ýmist útataðir tómatsósu eða hnetusmjöri. Hér fyrir neðan má sjá borðann:


Mér þætti vænt um ef þið mynduð feta í fótspor Gutta.biz og setja þennan borða á síðuna ykkar. Einnig getið þið sjálf gert svona borða hér, sett hann á netið og ég skal troða honum hér hægra megin hjá mér.

föstudagur, 8. júlí 2005

Þessi dagur hefur verið eitt stórslysið á fætur öðru. Ef eitthvað væri að marka þetta Karma sem allir eru að tala um þá ætti ég að stranda á eyðieyju í kvöld með 70 gullfallegum hreinum meyjum.

Hér er planið út daginn og helgina. ATH. það vantar tíma- og dagsetninguna en það er gert svo allar áætlanir standist örugglega:

Fá mér pulsu
Vinna
Lyfta
Spila bandý
Vinna
Sofa
Vakna
Vinna
Spila bandý
Slá garðinn
Þrífa skattstofuna
Lyfta
Vinna
Drekka mig moldfullan
Vakna
Vinna
Sofa

Nýlega braut ég hluta af bílnum mínum í þeirri von að koma af stað "gat í eyrað" tísku bíla. Árangurinn er lítill, jafnvel enginn.

fimmtudagur, 7. júlí 2005

Í morgun voru sprengdar nokkrar sprengjur í Lundúnum svo nokkrir dóu og hundruðir manna slösuðust og ég er alveg gáttaður. Ekki vegna árásanna, þær eru skiljanlegar þar sem það er "stríð gegn hryðjuverkum" í gangi og greyið "vondu kallarnir" verða að gera árásir til baka annað slagið. Ég er furðu lostinn yfir því að ekki einn miðill virðist hafa séð þetta fyrir og varað fólk við. Þá er ég að tala um miðla sem heyra í dánu fólki og virðast sjá fram í tímann, einhvernveginn. Ekki nóg með það heldur kemur sprengjuárás í miðbæ Lundúna hvergi fram í stjörnuspám neinsstaðar. Ótrúlegt.

En hey! Valdimar veit allavega hvað hann á að gera við bakverkjunum samkvæmt Þórhalli miðli og allra raddanna í hausnum á honum. Ég veit líka að ég á að njóta fegurðar náttúrunnar eins og allir sem eru fæddir á tímabilinu 23. júlí til 22. ágúst. Það er jú þess virði.
Ég hef nú skráð hugsanir mínar og aðgerðir á þessa síðu í næstum 34 mánuði eða frá október 2002. Það fær mig til að hugsa; hvað hefði ég getað gert í staðinn fyrir að skrifa þetta allt? Niðurstöðurnar eru komnar í hús:

Ef ég geri ráð fyrir tveimur færslum á dag þessa 34 mánuði hefði ég getað...

...skrifað bækur. Ef hver færsla inniheldur 70 orð þá gæti ég verið búinn að skrifa 3-4 100 blaðsíðna bækur, ef hver blaðsíða inniheldur 420 orð. Hundleiðinlegar bækur en bækur engu að síður.

...lyft lóðum og keppt í sterkasti maður heimsins um þetta leiti.

...myrt fólk. Ef hvert dráp tekur 15 mínútur = 2.040 morð. Verst að ég er veimiltíta og gæti þetta aldrei.

...unnið. Ef ég reikna með 15 mínútum í hverja færslu = 510 tímar. Segjum þúsund krónur á tímann = kr. 510.000, fyrir skatt og núvirðingu.

...hugað að sjálfum mér, hvað sem það þýðir.

...borðað. Ef ég reikna með 100 kalóríum á mínútuna = rúmlega 3 milljónir kalóríur aukalega. Það hljóta að vera nokkur kíló.

...æft teikningar og skrifað teiknimyndasögur.

Það ömurlega við þetta er að ég veit ekki af hverju ég hef gert þetta allan þennan tíma eða geri enn. Allavega, ég hef hafið æfingar í teikningum. Bráðum mun ég byrja að skrifa og teikna teiknimyndastrípur ef allar áætlanir standast.

miðvikudagur, 6. júlí 2005

Nokkur atriði sem ég vil koma á framfæri:

* Síða þessi er komin á skrá hjá mikkivefur.is undir 'við rætur hugans' og 'finnur.tk'. Endilega bætið mér við listana ykkar og skráið ykkur sjálf svo þið komist á listann minn.

* Það er ekki að marka töluna við ummæli hverrar færslu á síðu þessari þessa dagana. Ummælin eru yfirleitt mun fleiri en talan gefur til kynna.

* Þið sem hlekkið á þessa síðu í gegnum www.finnur.tk, vinsamlegast breytið því í http://finnurtg.blogspot.com svo ég geti rakið hvaðan fólk er að koma og launað hlekkinn með ýmist blíðuhótum eða hlekki til baka.

* Já, ég geng með derhúfu víðsvegar þetta sumarið og nei, ég er ekki að fela skalla. Ég er að fela gráu hárin.
Síðasta sólarhring hefur fernt gerst sem ég hélt að myndi aldrei gerast:

* Ég var spurður um lyftingaráðleggingar í lyftingasalnum í gær. Mig minnir að ég hafi mælt með lyftidufti. Ég veit ekkert um lyftingar.

* Ég lét konu fá uppskrift að skyrtertu sem ég á. Þannig miðlaði ég allri minni baksturskunnáttu á tveimur mínútum.

* Ég vaknaði fullur af orku. Sú orka er búin þegar þetta er ritað.

* Ég útbjó launakerfi í excel. ég veit ekki til hvers eða af hverju. Kannski af því mér leiddist og kannski af því ég er nörd.

þriðjudagur, 5. júlí 2005

Þriðjudagur er eini gagnslausi dagur vikunnar. Það er hægt að segja eitthvað um alla hina dagana:

Sunnudagur: Fyrsti dagur vikunnar. Afslöppunardagur.
Mánudagur: Fyrsti dagur vinnuvikunnar. Hrútleiðinlegur dagur, nema þú sért vinnusjúklingur.
Þriðjudagur: [...]
Miðvikudagur: Vinnuvikan hálfnuð.
Fimmtudagur: Bara einn dagur eftir í helgina.
Föstudagur: Helgin mætt.
Laugardagur: Hjá flestum skemmtilegasti dagurinn. Djamm / afslöppun.

Ég legg því til að frí verði gefið alla þriðjudaga hér eftir til að gera hann sérstakan. Ef það er ekki hægt þá brenna hann.
Í dag varð ég dauðhræddur tvisvar. Í fyrra skiptið blastið þessi (sjá mynd) við mér þegar ég beið eftir Helga í bílnum, en við stefndum í sund:Þegar ég svo kom úr sundi réðist á mig risa snákur af einhverri gerð. Dýrð sé drottni fyrir snara snúninga mína. Ég stökk fimlega frá, greip símann, tók mynd og sló hann svo ítrekað í hausinn með hamri. Hér er mynd af óargadýrinu:


mánudagur, 4. júlí 2005


Í kjölfar slæms árangurs í tilhugalífinu hefur undirritaður ákveðið að breyta um útlit og sigla á ný mið. Þar sem skeifan er komin vantar aðeins eftirfarandi til að fullkomna nýju ímyndina:

* Pallbíl.
* Risa derhúfu.
* Munntóbak.
* Talsvert af heilaskemmdum.
* Kófdrulluga hlýraboli.
* Baunir.
* Stelpu sem þolir hnefarómantík.

Hvers manns hugljúfi er fæddur.

sunnudagur, 3. júlí 2005

Krakkar sem kláruðu grunnskólann í vor voru ekki byrjaðir í grunnskóla þegar ég kláraði hann. Í kjölfarið er ég frekar niðurlútur.

Ég vona að andlegur þroski minn fari að taka stökk og nái líkamlegum þroska mínum fljótlega. Það, eða að líkamlegur þroski nái andlegum þroska mínum og ég verði 10 ára aftur.

Pókerkvöldið er búið og við blasir sigurvegarinn; Sigmar prestssonur. Hann vann af okkur Garðari og Björgvini samtals kr. 3.000, sjö rokkstig og alla okkar virðingu fyrir honum. Aukreitis varð ég svo reiður að ég braut eitthvað innra með mér. Sanngjarnt verð fyrir skemmtilegt kvöld.

laugardagur, 2. júlí 2005

Minn fyrsti frídagur frá því að ég kom austur er í dag. Ég hef semsagt unnið í 42 daga í röð án frís og ætla því að nota daginn vel í að slappa af. Afslöppunin felur í sér lyftingar, sund, át og pókerspilakvöld í góðra vina hópi ásamt drykkju og jafnvel djamm í framhaldinu.

Ég mæli með því að þið slökkvið á tölvunni og drullið ykkur út í góða veðrið, nema þið séuð að vinna. Þá er betra að segja upp fyrst og svo fara út í sólina.

föstudagur, 1. júlí 2005

Farið hingað og skrifið orðið "hittast". Niðurstöðurnar eru sláandi.

Í lýsingarhætti þátíðar er sögnin að hittast skrifuð og sögð "hitst". Þetta er ljótasta orð íslenskrar tungu. Það á því að segja „Við gætum hitst í hópreið Böðvars frænda“. Ótrúlegt hvað íslenskan getur verið ljót.

Sem minnir mig á þessa færslu sem skrifuð var fyrir óralöngu síðan, að því er virðist.
Tvennt gerðist í gærkvöldi sem hafði áhrif á mitt innra sjálf:

* Ég fattaði að klukkan mín var allof fljót. Það útskýrði ótrúlegt óstundvísi allra manna og verslana þann daginn. Þar að auki svaf ég ekki yfir mig, eins og ég hélt.

* Ég öskraði upp yfir mig í litla rúminu mínu, í litla herberginu mínu, í litlu íbúðinni minni, í litlu blokkinni minni, í litla bænum mínum, í litla landinu mínu í gærnótt í draumi þar sem einhver manneskja mátti ekki koma í herbergið mitt og öskraði ég því eins hátt og ég gat "EKKI OPNA!" og hrökk upp við það. Sem betur fer sváfu allir aðrir í húsinu fastar en ég og því gerði ég mig ekki að fífli, fyrr en nú.

Já, ævintýrin eru á Egilsstöðum í sumar.