mánudagur, 19. apríl 2004

Ég var að koma úr síðasta prófi mínu á þessari önn, skattskil einstaklinga. Þá á ég bara eftir þriggja vikna vinnu fyrir lokaverkefni í stofni og rekstri.

Skrif þessi endurspegla enganveginn geðshræringuna sem ræður ríkjum þessa stundina yfir því að vera búinn í prófunum en til að gefa ykkur betri mynd af henni þá sit ég nakinn í tölvustofu Háskólans, útataður í tómatsósu og með stærðarinnar bros á vör þegar þetta er ritað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.