sunnudagur, 11. apríl 2004

Fyrir stuttu sá ég hina margrómuðu Starsky & Hutch eða Starsky og Hutch eins og það yfirfærist á íslenskuna. Ég hafði miklar væntingar til myndarinnar þar sem allt í kringum mig féll fólk í yfirlið af hamingju yfir henni. Myndin fjallar um tvo lögregluþjóna á diskótímabilinu sem kljást við eiturlyfjabarón sem gerir þeim lífið leitt.

Fínasta mynd en grínið frekar stefnulaust og oft hálf vandræðalegt. Tvær stjörnur af fjórum.

Í gærkvöldi sá ég svo Dawn of the dead eða dögun dauðra með systkinum mínum Kollu og Helga. Hún fjallar um fólk sem er á flæðiskeri statt eftir að það nær að flýja í verslunarmiðstöð frá einhvernskonar uppvakningum, hvers uppruni er á huldu. Það að vera uppvakningur smitast þó í gegnum bit, eða eitthvað. Þau eru þó ekki á flæðiskeri stödd varðandi hugmyndir og deyja því ekki... ráðalaus.

Sæmileg afþreying fyrir masókista. Eina og hálfa stjörnu af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.