þriðjudagur, 27. apríl 2004



The Boondock Saints.


Síðastliðið laugardagskvöld sá ég stórmyndina the boondock saints þegar ég átti að vera drekka og vera glaður.

Boondock saints fjallar um tvo piltunga sem byrja skyndilega að myrða stærðarinnar glæpamenn í frístundum sínum við mikla hrifningu almúgans.
Myndin er sæmileg, ekkert meira og ekkert minna. Leikurinn er viðunandi en handritið barnalegt og bjánalegt oft á tíðum. Sú hugmynd að reyna að blanda húmor í handritið og leikinn voru stór mistök, vægast sagt. Seinni hluti myndarinnar er mun betri en sá fyrri og bjargar hann næstum því bjánalegu handritinu. En næstum því er ekki nóg. Mynd fyrir töffara sem finnast friends þættirnir fyndnir, semsagt alls ekki fyrir mig.

Ein og hálf stjarna af fjórum.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.