miðvikudagur, 14. apríl 2004

Í dag blasti við svolítið skondið í mötuneyti skólans. Reyndar var það allt annað en lítið. Býsna feit kona sat þar að snæðingi. Hún var með 12 tommu stóran (stærri gerðina), að því er virtist, subway bræðing og fjórar "smá" kökur í poka sem fást á subway fyrir mikinn pening. Þetta alltsaman kláraði hún á meðan ég borðaði mitt súkkulaðistykki (og spáði í tilgang lífsins). Með þessu ákvað konan svo, verandi sennilega nær 200 kílóunum en 100, að drekka diet kók.
Nú spyr ég eins og fávís lotugræðgissjúklingur; af hverju diet kók? Þessi vel þétta kona var þarna að innbirgða mörgþúsund kalóríur, af hverju að spara sér rúmlega 40 kalóríur með því að fá sér diet kók? Heilsuátak?

Annars hef ég ekkert á móti of þungu fólki enda sjálfur hlægilega horaður og hef ekki efni á því að gera grín að nokkrum manni. Þessar aðstæður voru bara spaugilegar að mínu mati.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.