laugardagur, 10. apríl 2004

Sú regla er við lýði hér í skólanum að topp fimm eða tíu meðaleinkunnir á önn fá endurgreidd skólagjöld, sem eru talsvert há eða um 90.000 krónur (á önn). Ég tel þetta mjög raunhæft markmið fyrir mig að ná ef ég legg nógu hart að mér auk þess sem eitt eða fleiri af eftirfarandi skilyrðum er fyllt:

1. Aðeins fimm eða tíu nemendur stunda nám á hverri önn.
2. Internetið hætti störfum og allar tómstundir verði bannaðar með lögum.
3. Sérstakur túlkur fer með mér út um allt og útskýrir allt eins og ég sé 5 ára.
4. Heilinn á mér fer að virka eðlilega og athyglisbrestur verði enginn.
5. Kennt verði hvernig eigi að slæpast, blogga og að eyða tímanum í kjaftæði.

Sé þessu fylgt eftir sé ég ekkert sem gæti komið í veg fyrir að ég fái þennan umtalaða styrk.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.