fimmtudagur, 7. júlí 2005

Ég hef nú skráð hugsanir mínar og aðgerðir á þessa síðu í næstum 34 mánuði eða frá október 2002. Það fær mig til að hugsa; hvað hefði ég getað gert í staðinn fyrir að skrifa þetta allt? Niðurstöðurnar eru komnar í hús:

Ef ég geri ráð fyrir tveimur færslum á dag þessa 34 mánuði hefði ég getað...

...skrifað bækur. Ef hver færsla inniheldur 70 orð þá gæti ég verið búinn að skrifa 3-4 100 blaðsíðna bækur, ef hver blaðsíða inniheldur 420 orð. Hundleiðinlegar bækur en bækur engu að síður.

...lyft lóðum og keppt í sterkasti maður heimsins um þetta leiti.

...myrt fólk. Ef hvert dráp tekur 15 mínútur = 2.040 morð. Verst að ég er veimiltíta og gæti þetta aldrei.

...unnið. Ef ég reikna með 15 mínútum í hverja færslu = 510 tímar. Segjum þúsund krónur á tímann = kr. 510.000, fyrir skatt og núvirðingu.

...hugað að sjálfum mér, hvað sem það þýðir.

...borðað. Ef ég reikna með 100 kalóríum á mínútuna = rúmlega 3 milljónir kalóríur aukalega. Það hljóta að vera nokkur kíló.

...æft teikningar og skrifað teiknimyndasögur.

Það ömurlega við þetta er að ég veit ekki af hverju ég hef gert þetta allan þennan tíma eða geri enn. Allavega, ég hef hafið æfingar í teikningum. Bráðum mun ég byrja að skrifa og teikna teiknimyndastrípur ef allar áætlanir standast.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.