fimmtudagur, 7. júlí 2005

Í morgun voru sprengdar nokkrar sprengjur í Lundúnum svo nokkrir dóu og hundruðir manna slösuðust og ég er alveg gáttaður. Ekki vegna árásanna, þær eru skiljanlegar þar sem það er "stríð gegn hryðjuverkum" í gangi og greyið "vondu kallarnir" verða að gera árásir til baka annað slagið. Ég er furðu lostinn yfir því að ekki einn miðill virðist hafa séð þetta fyrir og varað fólk við. Þá er ég að tala um miðla sem heyra í dánu fólki og virðast sjá fram í tímann, einhvernveginn. Ekki nóg með það heldur kemur sprengjuárás í miðbæ Lundúna hvergi fram í stjörnuspám neinsstaðar. Ótrúlegt.

En hey! Valdimar veit allavega hvað hann á að gera við bakverkjunum samkvæmt Þórhalli miðli og allra raddanna í hausnum á honum. Ég veit líka að ég á að njóta fegurðar náttúrunnar eins og allir sem eru fæddir á tímabilinu 23. júlí til 22. ágúst. Það er jú þess virði.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.