fimmtudagur, 21. júlí 2005

Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Ef ekki í gegnum aðrar manneskjur, eigin hugsanir eða bækur þá í gegnum sjónvarpið. Nýlega sá ég auglýsingu þar sem öllum tilgátum helstu heimspekinga er kollvarpað með einni setningu. Í lok auglýsingarinnar er nefnilega mestu uppgötvun allra tíma varpað fram eins og ódýru slagorði; "Lífið er rallý!".

Ég hef alltaf haldið því fram að lífið væri tilviljunarkennd leit hvers og eins að maka til að viðhalda stofninum og í versta falli að skemmta sér vel á meðan en eftir þessa auglýsingu hef ég ákveðið að hætta öllum slíkum hugsunum og kaupa mér bara hjálm.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.