miðvikudagur, 13. júlí 2005

Þá hef ég lokið við að lesa bókina Fight Club en eftir henni var gerð ein af mínum uppáhaldsmyndum, sem fyrir einhverja sérkennilega tilviljun ber sama heiti og bókin en skartar þeim Edward Norton og Brad Pitt í aðalhlutverki.

Eini munurinn á bókinni og myndinni er sá að í bókinni er meira af nekt, ofbeldi, kinnagötum og brotnum tönnum. Endirinn er líka talsvert öðruvísi. Svo leikur Teri Hatcher Marla Singer í bókinni.

Þessi færsla sannar að ég hef lesið bók. Þá á ég bara eftir að sanna að ég lenti í öðru sæti á bringusundsmóti í Trékyllisvík 1988 og að ég er Andrés Önd endurfæddur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.