Í gær braut ég odd af oflæti mínu og fór í ræktina á háannatíma, enda varla annað hægt á sunnudegi eftir Eurovision. Ferðin var ekki í frásögu færandi nema ef ég hefði ekki gert mig að fífli á eftirminnilegan hátt.
Eftir ræktina, sturtu, gel ísetningu, rakakremsmurningu og fleira gekk ég úr húsinu. Á leiðinni út mætti ég talsverður fjölda manna og kvenna sem öll virtust hafa mikinn áhuga að ná augnsambandi við mig, hélt ég. Ég var sérstaklega ánægður með að sæta stelpan í anddyrinu virtist ekki geta hætt að horfa á mig og brosa fallega.
Þegar ég kom í bílinn sá ég svo að ég hafði gleymt að smyrja úr hvítu rakakremsklessunni við annað munnvikið.
Kominn tími til að skipta um ræktarstöð. Jafnvel land.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.