fimmtudagur, 12. maí 2011

Netpókerárangur kvöldsins

Það er kominn tími til að fylgja þessari pókerbloggfærslu eftir með skýrslu um árangur kvöldsins.

Ég spilaði á þremur pókermótum á Pokerstars og tók aðeins tæplega 10 mínútur að klára þau, sem er ótrúlega góður árangur. Hér eru niðurstöðurnar:

Mót 1: 27 manna mót. Varð í 25. sæti eftir 3 mínútur.
Mót 2: 27 manna mót. Varð í 24. sæti eftir 5 mínútur.
Mót 3: 18 manna mót. Varð í 16. sæti eftir mínútu.

Nettó hagnaður: -10 dollarar.
Nettó tap: +10 dollarar.
Gremja: +10 gröm.

Til að slökkva gremju mína horfði ég ekki á Sex and the city þátt á Stöð 2. Það væri fásinna. Haltu kjafti.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.