miðvikudagur, 4. maí 2011

Slæmar matarákvarðanir

Í dag gerði ég þau mistök að borða vínarbrauð. Ekki nóg með að vínarbrauð sé dýrt og óhollt heldur er það með eitt versta "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall sem finnst dags daglega.

Hér má sjá það sem ég borðaði í dag í smá grafi sem ég útbjó:


Grafið er einfalt. Það sýnir, á ótilgreindum skala, hvar hver máltíð lendir þegar kemur að góðu bragði og vanlíðan minni eftir hana. Rauði liturinn táknar slæmt "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall og blái gott "Gott bragð gegn Vanlíðan" hlutfall.

Cheerios er bragðdauft og hefur lítil áhrif á líðan mína, nammi er bragðgott og hefur slæm áhrif. Kjúklingur er með því betra sem ég fæ og hann leggst vel í mig. Vínarbrauð er á hinum enda skalans: mér finnst það ógeðslegt og líður hræðilega eftir að hafa borðað það.

Þetta er þó lítil vanlíðan miðað við meistara slæmra líðanna:


Þarna má sjá KFC máltíðir í dýpsta mögulega rauða litnum á sama grafi og að ofan, eftir að hafa þysjað út á vanlíðar skalanum (ens.: zoom out). Ekkert getur látið mér líða verr, fyrir utan mögulega að drepa mann. Og éta hann.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.