mánudagur, 11. apríl 2011

FAQ nr 57

Það er kominn tími á að svara tveimur spurningum sem ég fæ oft.

1. Af hverju ferðu alltaf svona seint í ræktina? Nú komumst við ekki í bíó!
Svarið er einfalt:
Leiðbeiningar:
Línurnar tákna mannfjölda í ræktinni, eftir virkum dögum, laugardögum og sunnudögum.
Þar sem línurnar enda lokar ræktin.
Ljósrauða fyllta svæðið táknar þann tíma sem ég er í vinnunni og/eða sofandi (um helgar aðallega).
Gráa fyllta svæðið táknar þann mannfjölda sem ég höndla ekki.

Niðurstaða: Venjulega kæmist ég í ræktina eftir kl 17 alla daga vikunnar en aðeins þar sem ég er ekki mikið fyrir mannmergð þá kemst ég ekki fyrr en kl 21:30 virka daga (sjá bláa ör), kl 18:45 á laugardögum og kl 18:00 á sunnudögum.

Vona að þetta svari þessari spurningu í eitt skipti fyrir öll.

2. Er Palli heima?
Það býr enginn Palli hérna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.