Þess í stað sit ég vinnandi og hlustandi á tónlist eins og fífl. Hér eru tvö sem ég uppgötvaði nýlega:
1. Wake up and smell the millenium - DJ Nobody. Úr myndinni Superhigh me.
2. The Horror - RJD2.
Smellið á myndina fyrir stærra eintak í nýjum glugga.
Mér hefur tekist nokkuð sem engum vísindamanni hefur tekist í sögu mannkynsins; að vinna bug á þyngdaraflinu!



Hér má sjá mínúturnar á dag sem eytt hefur verið í hlustun á tónlistarstefnur (og heildarhlustun). Ég virðist hlusta meira og meira á tónlist, með hækkandi aldri.
Hér sést hlutfallsleg skipting á tímanum sem eytt er í tónlist milli tónlistarstefna. Þarna sést skýrt hvernig poppinu er skipt út fyrir rokkið og rokkið og poppinu skipt út fyrir raftónlistina. Ennfremur sést æskublóminn deyja með minnkandi hlustun á jólalög.
Þessi mynd er sett upp til að sýna hvernig tónlistarhlustun mín er uppfyllt af umræddum tónlistarstefnum. Raftónlist á hug minn allan þessi árin.