föstudagur, 19. júní 2009

Athyglisbrestur minn hefur náð nýjum hæðum. Í World Class þarf að skanna augun til að komast inn fyrir. Augnskönnunin tekur ca eina sekúndu og krefst þess að ég horfi beint í skannann.

Þrisvar sinnum missti ég einbeitingu í þessa sekúndu og leit undan þegar augun voru skönnuð í gærkvöldi, við litla kátínu tölvuraddarinnar í skannanum.

Ég kýs að gefa ekki upp ástæðuna fyrir einbeitingaleysi mínu, né heldur í hvernig teygjubuxum hún var.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.