þriðjudagur, 9. júní 2009

Ég hata hryllingsmyndir. Það er eitthvað við viðbjóð, að láta mér bregða og að sofa ekkert á næturnar sem mér finnst ekki aðlaðandi. Með öðrum orðum; ég er rola.

Svo mikil rola er ég að, við að skoða þessa síðu, sá ég myndina að neðan og varð viti mínu fjær úr skelfingu:Ég varð þó ekki hræddur strax, því myndin er mjög lúmskt óhugnarleg. Það var ekki fyrr en ég var búinn að pissa á mig að ég áttaði mig að ég var mjög hræddur.

Myndin er kynningarplagg fyrir hryllingsmyndina Orphan (Ísl.: Böðvar fer í fríið) en hana ætla ég aldrei að sjá.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.