þriðjudagur, 16. júní 2009

Einhver sagði mér nýlega að orkudrykkir væru stórhættulegir. Ef ég man rétt þá hló ég framan í þá manneskju og gott ef ég skyrpti ekki framan í hana.

Síðan þá hef ég tvisvar slasað mig á orkudrykkjum. Í fyrra skiptið skar ég á mér tvo putta við að reyna að opna orkudrykkjarflösku, svo kolsýrt blóð mitt flussaðist í allar áttir.

Í gær náði ég svo að endursnúa á mér vinstri úlnliðinn þegar ég gerði tilraun til að opna aðra flösku. Ég frumsnéri úlnliðinn í ræktinni í síðustu viku við axlaæfingu. Ekki spyrja.

Ég stend því hér með leiðréttur. Ég forðast orkudrykkina héðan í frá eins og syndina.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.