þriðjudagur, 7. mars 2006

Líkaminn finnur alltaf leið. Þar sem ég þjáist af kvefi þessa dagana í formi geðveikislegra hóstakasta þá má gera ráð fyrir því að ég taki sturluð hóstaköst í miðjum kennslustundum hér í Háskóla Reykjavíkur. Ég reyni eins og ég get að halda hóstanum niðri og í dag hélt ég að mér hafði tekist það endanlega þegar líkaminn tók upp á nýjung í miðri kennslustund. Hann byrjaði að hósta með nefinu, nákvæmlega eins og ég hósta með munninum, nema þetta er helmingi meiri áreynsla.

Ekki slæmt dagsverk það.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.