föstudagur, 31. mars 2006

Undanfarið hef ég hitt átrúnaðargoð mín í hrönnum:

* Á miðvikudaginn fór ég í 365 miðla til að rukka fyrir birtingu á Arthúr sem birtist í Sirkus á föstudögum. Þegar ég var orðinn úrkula vonar um að finna afgreiðsluna kemur Óli Tynes, fréttamaður askvaðandi með sígarettu í munnvikinu:

Óli Tynes: "Ertu að leita að afgreiðslunni?"
Ég: "já"
Óli Tynes: "Hún er hinum megin við götuna" *snýr sér við og bendir í áttina*
Ég: "Takk kærlega Óli!"

* Á miðvikudagskvöld fór ég í 10-11 til að versla mér fæði. Þar sá ég Ólaf Þór Jóelson, stjórnanda þáttarins Game Tíví á Skjá einum. Mér sýndist hann kaupa sér mjólk, alveg eins og ég!

* Í gær pantaði frægur maður sér Arthúr bol. Sökum þagnarskyldu um kaupendur nafngreini ég ekki einstaklinginn en hann er býsna fyndinn og skemmtilegur.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.