fimmtudagur, 9. mars 2006

Síðustu föstudaga hef ég verið að spila með liði mínu, Forseti, í utandeild Breiðabliks. Fjórir leikir hafa verið spilaðir síðan ég nefndi þetta síðast og alla höfum við unnið nema þann síðasta sem fór fram í gærkvöldi. Ég hef haldið áfram að taka mína tölfræði niður, þrátt fyrir skelfilega frammistöðu mína eftir áramót. Einnig hef ég reiknað út og ritað niður tölfræði mína ef leikirnir væru lengri.

Það er sennilega betra að taka fram að leikirnir eru 2x16 mínútur og klukkan ekki stoppuð ef boltinn fer úr leik fyrr en 3 mínútur eru eftir af seinni leikhluta.

Hér er svo full tölfræði leiksins gegn Hröfnunum, sem Björgvin bróðir tók niður síðasta föstudag.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.