laugardagur, 25. júní 2011

Aðgerðalisti sumarsins

Hér er tékklistinn fyrir sumarið, bæði kláruð og ókláruð atriði:

 • Taka amk viku sumarfrí
 • Heimsækja Trékyllisvík í fyrsta sinn síðan 1996
 • Fara til Egilsstaða
 • Byrja að spila körfubolta aftur
 • Hlæja að náunga sem sagðist hafa séð heilan Glee þátt
 • Viðurkenna að ég horfi annað slagið á Glee og hef gaman af
 • Fá mér nýja klippingu
 • Klóra mig óvart til blóðs með tánöglum
 • Klippa á mér táneglurnar
 • Lesa amk eina blaðsíðu af þeim sex bókum sem ég keypti mér fyrir hálfu ári
 • Kaupa nýjan GSM síma
 • Kaupa nýja tölvu
 • Kaupa hjól
 • Kaupa nýjan skrifstofustól
 • Borga niður skuldir
 • Fá yfirdrátt
 • Reka olnboga í andlit í sniðskoti í körfubolta svo skurður myndist
 • Reka olnboga aftur í andlit í sniðskoti í körfubolta
 • Vera að drepast í olnboganum í þrjár vikur á eftir
 • Drekka áfengi
 • Blogga meira en venjulega
 • Fara í sólbað

Sumarið er rétt að byrja og ég búinn með rúmlega þriðjung þess sem ég ætlaði mér. Ekki slæmt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.