miðvikudagur, 15. júní 2011

Ræktarævintýri CXCV

Í ræktinni í kvöld sá ég, að ég hélt, glæsilegan kvenmann lyfta lóðum í gegnum tvo eða þrjá spegla, þar sem ég var staðsettur í hálfgerðum speglasal.

Ég var gleraugna- og linsulaus og sá því frekar illa en ég sá þó að við hliðina á henni var langur og klunnalegur náungi, svo ég hugsaði "Aha! Hún er smekklaus. Ég hlýt að eiga séns. (Þó ég muni auðvitað ekkert gera í því (já, ég hugsa í svigum))".

Einhverra hluta vegna fór ég að velta fyrir mér hvar hún væri í salnum, þar sem ég hafði bara séð hana í spegli í spegli (í spegli), í talsverðri fjarlægð.

Þá varð mér litið til hliðar og þar var hún. Við hliðina á hávaxna og tignarlega mér.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.