mánudagur, 27. júní 2011

Sjálfsuppgötvanir

Rétt í þessu lærði ég merkilega staðreynd um sjálfan mig: því minna sem er í síðustu mjólkurfernunni sem ég á, því hægar helli ég úr henni, í þeirri von að það færi mér meira magn. Ég verð svo alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar glasið fyllist ekki.

Í vikunni lærði ég líka hvernig ég get strítt sjálfum mér með því að taka VISA kortið úr rassvasanum og setja í hliðarvasann á buxunum þegar ég stend í biðröð við kassa, þar sem ég ætla að versla. Þegar kemur að mér í röðinni finn ég ekki kortið í rassvasanum og panikka í nokkrar sekúndur, áður en ég finn það á síðasta staðnum sem ég leita.

Þetta kom þrisvar sinnum fyrir mig í síðustu viku og í öll skiptin blótaði ég fortíðar-mér harkalega fyrir að vera skíthæll.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.