föstudagur, 3. júní 2011

Hvernig snúa á við sólarhringnum

Ég heyri fólk oft kvarta yfir því að erfitt sé að snúa sólarhringnum við. Þetta finnst mér alltaf jafn skrítið að heyra og ásaka yfirleitt viðkomandi um tepruskap.

Hér eru nokkur ráð til að snúa sólarhringnum við:

1. Ef þú ert í 9-17 vinnu, vaknaðu á venjulegum tíma og mættu í vinnu.
2. Þegar vinnudegi er lokið, leggðu þig og sofðu í mesta lagi fjóra tíma.
3. Þegar þú vaknar ertu yfirleitt alveg úthvíld(ur) og munt ekki sofna fyrr en seint um nóttina.
4. Þegar þú loksins sofnar um nóttina/morgunn, sofðu eins lengi og þú vilt og getur, óháð vinnu.
5. Valkvæmt: Öskraðu úr hlátri þegar vinir þínir segjast vera farnir að sofa í kringum miðnætti.

Þegar þessum stigum hefur verið framfylgt hefurðu náð að snúa sólarhringnum við: Hættur að vaka á daginn eins og geðsjúklingur og vakir þess í stað allar nætur án þess að geispa.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.