miðvikudagur, 13. janúar 2010

Það er komið að fréttaannálnum fyrir árið 2009. Hér má sjá myndir tengdri færslunni.

Þegar 2009 hófst var ég að vinna hjá 365, bjó í Hafnarfirði með meðleigjanda, ók um á Peugeot og var dökkhærður.

Hefst þá upptalningin.

Janúar
* Kom úr jólafríi frá Egilsstöðum (sjá mynd 1).
* Týndi húfunni minni. Björgunarsveitir hættu að leita eftir 14 daga.
* Veiktist (sjá mynd 2).
* Keypti nýja húfu.

Febrúar
* Fékk m.a. átta kassa af Risahrauni í skiptum fyrir auglýsingu á Arthúr (sjá mynd 3).
* Meðleigjandi flutti út. Ég bjó þá einn í 100 fm íbúð.
* Veiktist (sjá mynd 2).
* Kolla systir og Árni Már eignuðust sitt fyrsta barn (Sjá mynd 4).

Mars
* Kláraði að borga lánið af bílnum mínum. Nú borga ég bara lánin af viðgerðunum.
* Setti upp nýja útgáfu af rassgat.org.
* Fór í bíó með Björgvini bróðir og Svetlönu konu hans. Við vorum ein í salnum (sjá mynd 5).
* Keypti mér 220 cm langa sæng. Nú sofa tærnar á mér líka undir sænginni. Svefnbyltingin hefst.

Apríl
* Systurdóttir mín skírð Anna María á Akureyri (sjá mynd 6). 2ja nátta partí á Akureyri. Keyrði svo heim (sjá video 1).
* Keppti á firmamóti Hauka með nokkrum vöskum sveinum. Við urðum í 2. sæti (sjá mynd 7).
* Lokahóf UMFÁ var haldið. Eitthvað það stórkostlegasta sem gerst hefur í Reykjavík.

Maí
* Baldur Beck talar við mig í miðri lýsingu á NBA úrslitakeppninni á Stöð 2 Sport. Ég roðna einn heima í sófanum.
* Jarðskjálfti í nágrenni Reykjavíkur. Maður í Hafnarfirði hleypur nakinn um götur bæjarins í kjölfarið, frávita af skelfingu.

Júní
* Michael Jackson dó. Ég, yfirbugaður af sorg, ákvað að halda áfram með líf mitt.
* Ég reyni mitt besta að klára sumarfrí mitt frá árinu áður, án árangurs. Góður hluti þess fellur niður.

Júlí
* Peugeot bifreið mín bilar.
* Hætti að fá ókeypis í bíó fyrir tilstilli vinnunnar, sem þýddi ca 30% launalækkun.
* Kolla systir, Árni Már og dóttir þeirra Anna María kíkja í heimsókn. Tók ca 27.000 myndir af Önnu.
* Útbjó Excel skjal í vinnunni sem innihélt 2.304 gröf.
* Flutti úr Hafnarfirði í Skipholtið, þar sem ég leigi með Óla og syni hans (sjá mynd 10).

Ágúst
* Eignast 75% fleiri systkini og 100% fleiri bræður.
* Pabbi og Laufey gifta sig á Akureyri (sjá mynd 9). Mjög gott partí.
* Veiktist (sjá mynd 2).
* Veiktist. Aftur (sjá mynd 2).

September
* Fór í bíó með Danna. Man ekki á hvaða mynd (sjá mynd 11).
* Körfuboltatímabilið hefst (sjá mynd 12).

Október
* Dorrit forsetafrú fær bréf frá UMFÁ, þar sem henni er boðið á heimaleiki tímabilsins [sjá hér].
* Rándýrið Peugeot bilar (sjá mynd 13).

Nóvember
* Styrmir bróðir kíkir til landsins í fimm daga (sjá mynd 14). Óvænt partí haldið honum til heiðurs.
* Tveggja daga ferð farin til Akureyrar með Styrmi til að hitta fjölskylduna.
* UMFÁ spilar gegn Snæfelli í Subwaybikarnum, þar sem allir leikmenn eru með yfirvaraskegg. Leikurinn tapaðist 120-49 (eftir framlengingu).
* Partítímabil seinni hluta nóvember (sjá mynd 15).

Desember
* Lenti í basli með að komast til Egilsstaða í jólafrí.
* Tók því rólega á Egilsstöðum yfir jól og áramót (sjá mynd 16).

Staðan eftir árið:
Vinn hjá 365.
Bý í Skipholti með meðleigjanda.
Ek um á Peugeot.
Er dökkhærður með gráar strípur (náttúrulegar).

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.