Þessi bíóferð var stórmerkileg fyrir margar sakir. Þó aðallega eftirfarandi sakir:
* Aldrei áður hef ég farið í bíóferð þar sem gestirnir öskruðu á tjaldið þegar eitthvað var að gerast, reynandi að sannfæra leikarana um að gera eitthvað annað (fyrir utan eina Rambó sýningu).
* Aldrei áður hef ég farið í bíósal sem hefur aðeins innihaldið gullfallegt og skemmtilegt fólk. Mér fannst, á tímabili, eins og ég væri staddur í fegurðarsamkeppni.
* Bíógestir voru takandi myndir eins og fífl, sem reyndar truflaði mig ekki.
* Ég tók þátt í standandi lófataki eftir myndina, eins og allir aðrir gestir. Svo góð var stemningin. Gott ef einhver blístraði ekki líka.
* Ég var 33% allra gesta sýningarinnar. Nei, ég hef ekki fitnað eða stækkað. Við vorum þrjú. Ég, Björgvin og Svetlana.
Hér eru nokkrar myndir úr myndasessioninu:



Ég held að myndin hafi fjallað um einhverskonar skúffukökur. 2,5 stjörnur af 4.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.