Hér er árið 2009 í nokkrum myndum og einu videoi.
Hér má lesa nánar um árið.

Mynd 1: Dautt tré og glitský. Tekið í jólafríinu 2008 sem var til 3. janúar.

Mynd 2: Ég að vorkenna sjálfum mér, fárveikur.

Mynd 3: Átta kassar af risahrauni. Góður hálftími í febrúar.

Mynd 4: Kolla systir með nýfædda dóttur sína í febrúar.

Mynd 5: Bíóferð í mars, þar sem ég, Björgvin og Svetlana vorum ein í salnum.

Mynd 6: Skírn Önnu Maríu, dóttur Kollu og Árna, í apríl. Pabbi og Valmundur hressir.

Mynd 7: Gutti og Sibbi kepptu með mér á firmamóti Hauka í apríl, ásamt nokkrum öðrum.
Video 1: Ég að keyra heim frá Akureyri í apríl.

Mynd 8: Kolla og Anna María í heimsókn í Reykjavík í júlí.

Mynd 9: Laufey, pabbi og svaramaðurinn Guðjón Magg í giftingaveislu þeirra hjóna í ágúst.

Mynd 10: Jón Ingi og Óli Rúnar nokkuð hressir í ágúst.

Mynd 11: Daníel hugsar hvort hann eigi að fá sér popp í bíóinu í september.

Mynd 12: Körfuboltatímabilið hófst í september. Gutti mjög æstur.

Mynd 13: Ein stærsta ógn peningaheilsu minnar, rándýrið Peugeot 206 bifreið mín í október.

Mynd 14: Styrmir kíkti til landsins í nóvember. Óvænt uppákoma var haldin honum til heiðurs þar sem margir vina hans mættu, þar á meðal Ísar og Baldur.

Mynd 15: Partítímabil í nóvember. Tekin tvö partí á einni viku. Svenni og Magni voru meðal þeirra sem þurftu að vera á mynd með mér.

Mynd 16: Jólafrí í desember. Helgi fer út að labba með mér í fannfergi.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.