Um helgina kvæntist pabbi Laufeyju Egilsdóttur á Akureyri. Brúðkaupið var mjög skemmtilegt en þetta var mitt fyrsta brúðkaup. Hlutverk mitt í brúðkaupinu var að keyra limmósínu brúðhjónanna og gekk það stórslysalaust fyrir sig. En nóg um það. Meira um tölfræðina.
Við brúðkaup þetta eignast ég þrjá nýja bræður; Egil (1974), Þórð (1976) og Braga (1977).
Fyrir vorum við fimm; Styrmir (1975), ég (1978), Björgvin (1980), Kolla (1982) og Helgi (1985).
Eins og sjá má var ég í næstelstur í systkinahópnum og mjög ánægður með það. Að vera næstelstur er alveg eins og að vera elstur nema engin ábyrgð. En nú er allt breytt:
Hér má sjá að ég, Björgvin, Kolla og Helgi föllum um 3 sæti í röðinni og ég enda í 5. sæti! Það segir þó ekki alla söguna.
Hér sést breytingin hlutfallslega.
Dæmi: Áður var ég í topp 40% minna systkina en fer niður í topp 63%. Þetta er 23% lækkun og sú mesta sem nokkur okkar þarf að taka á sig. Egill fer úr topp 33% (þar sem þeir bræður voru 3) í topp 13% (þar sem við erum nú 8).
Þetta má svo setja í mynd:
Smellið á myndina fyrir stærra eintak. NÚNA!
Allavega, þrátt fyrir verðhrun á mér er ég mjög sáttur við ráðahag þeirra hjóna. Þau passa fullkomlega saman. Til hamingju með gott val, pabbi og Laufey.
0 athugasemdir:
Skrifa ummæli
ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.