þriðjudagur, 19. febrúar 2008

Samkvæmt Excelskjalinu sem ég held um líðan mína, var sunnudagurinn síðasti mesti tilfinningarússibani síðustu 2ja ára.

Meðallíðanin þann daginn, á skalanum 0-10, var 5,92 (0,42 yfir meðaltali þetta árið) en staðalfrávikið var hvorki meira né minna en 2,16!

Hér má sjá mynd af deginum:


Helstu viðburðir:

04:00 Fer að sofa úrvinda úr þreytu.
07:00 Dreymir skemmtilegan draum.
10:00 Vakna við að það er hellisbúi að bora í vegg í húsinu.
13:00 Hellisbúinn hættir að bora.
15:00 Nóg að gera í frítímanum.
18:00 Klippi nögl of stutt. Blæðir smá.
19:00 Sársaukinn af nöglinni stigmagnast. Jaðrar við þunglyndi.

Ég er ekki mikið fyrir svona óstöðugleika. Ég hef því ákveðið að reyna að gerast þunglyndur, svo sveiflurnar minnki.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.