föstudagur, 29. febrúar 2008

Helgin komin og ég með gríðarlega löngun í að kynnast nýju fólki og skemmta mér konunglega. Helst á meðan ég sit við borð og hugsa um viðarmenn á skákborði.

Sem betur fer var hringt í mig í gær og ég beðinn um að tefla með austfirðingum á laugardagskvöldið á einhverju sveitaskákmóti. Helginni bjargað fyrir horn þessu sinni. Grínlaust.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.