fimmtudagur, 21. febrúar 2008

Það er rosalegt hvað einn eða tveir stafir geta breytt miklu. Dæmi:

* Hægt er að breyta fáránlega sorglegum viðburði í það fyndnasta sem til er með stöfunum na. Þannig breytist banaslys í bananaslys.

* Það er fínt að fá B á prófi en bætirðu N og A sitt hvorum megin við stafinn verður til NBA, sem er margfalt betra.

* Ef Rambó hefði byrjað á stafnum B í stað R, þá héti hann Bambó, sem er vonlaust nafn á raðmorðingja. Sömu sögu má segja um Bambi, sem myndi neyðasta til að gerast hryðjuverkadádýr ef nafnið hann byrjaði á R.

* Ef foreldar mínir hefur óvart skrifað St í stað F á skjalið sem fór til þjóðskrár þegar ég var lítill... þá hefði það sennilega engu breytt.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.