miðvikudagur, 6. júlí 2011

Farsímavandræði

Eins og áður segir fékk ég mér Android síma nýlega. Android símar eru hálfgerðar mini fartölvur, slíkur er fjöldi valkosta í valmyndinni.

Í gærkvöldi lenti ég í mínum fyrstu vandræðum, þegar ég fann ekki hvernig ég hringi úr honum. Eftir fimm mínútna leit ákvað ég að nota talskipunarfídusinn sem Google býður upp á. Það eina sem þarf að gera er að ýta á hnapp og segja hvað ég vil gera, á ensku auðvitað og síminn gerir það.

Ég ýtti á hnappinn og sagði mjög skýrt "CALL ÓLI RÚNAR!". Síminn greindi hvað ég sagði, leitaði uppi Hótel Björk á netinu, fann númerið þar og hringdi fyrir mig. Ég á pantað herbergi þar yfir helgina.

Ég tala bara við Óla seinna.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.