miðvikudagur, 9. mars 2011

8. mars 2011

Hér er listi yfir það sem ég ætlaði að gera í dag:

 • Vakna
 • Mæta í vinnuna
 • Borða baunasúpu í vinnunni
 • Klára helling af verkefnum sem bíða mín í vinnunni
 • Fara á kostum í kaffihléinu og hrífa alla upp úr skónum
 • Leggja mig eftir vinnu
 • Fara í ræktina eftir leggj
 • Skrifa stórkostlega bloggfærslu eftir rækt

Hér er listi yfir það sem ég gerði í dag:
 • Fékk mígreniskast snemma í morgun
 • Vaknaði síðdegis
 • Lagði mig eftir að ég vaknaði
 • Fór í ræktina eftir leggj
 • Skrifaði fyrirsjáanlega upptalningabloggfærslu eftir rækt
Með afkastaminnstu dögum sem ég hef upplifað.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.