mánudagur, 7. mars 2011

Undraheimar mannslíkamans

Svo mikið svitnaði ég í ræktinni í gærkvöldi að ég hélt á tímabili að ég hefði pissað á mig, grínlaust. Hver einasta arða sem ég klæddist var gegnblaut af svita.

Þar með er ekki öll sagan sögð, því á leiðinni heim, eftir sturtu og snyrtingu, tók ég eftir að ég var enn svitnandi.

Ekki nóg með það, heldur tók ég eftir, í hádeginu í dag, þegar sæt stelpa talaði við mig, að ég var enn svitnandi, rúmum 14 tímum eftir að ræktarferðinni lauk!

Ótrúlegur þessi líkami.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.