miðvikudagur, 9. mars 2011

Hvernig græða á 500.000 krónur

Hér er auðveld leið til að eignast hálfa milljón, skattfrálst:

1. Kauptu þér Peugeot.
2. Opnaðu skattframtalið þitt á netinu nokkrum árum síðar, til að telja fram.
3. Reiknaðu með að Peugeot draslið sé metið á neikvæðar 459.687 krónur.
4. Sjáðu að Peugeot draslið er metið á jákvæðar 40.313 krónur.
5. Pantaðu pizzu, 500.000 krónum skattfrjálst ríkari en í gær.
6. Fáðu hana heimsenda af því þú treystir ekki Peugeot bifreið þinni í ferðina.
7. Reyndu að halda andliti þegar einhver spyr hvernig bíl þú eigir.

Stig 7 er valkvæmt.

1 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.