þriðjudagur, 2. nóvember 2010

Nýi Fellabær

Í nafnaveislu helgarinnar, sem haldin var heima hjá Björgvini bróðir í Kópavogi, hitti ég Bergvin, æskuvin frá Fellabæ. Hann sagðist búa rétt hjá Gylfa, öðrum æskuvini mínum frá Fellabæ, í Kópavogi.

Ég bý líka í Kópavogi. Svo virðist sem flestir fyrrum Fellbæingar búi á afmörkuðu svæði innan Kópavogs, eins og sjá má á myndinni:

Fellabæjarsvæðið í miðjum Kópavogi
Þetta er fín byrjun. Nú er bara að fylla þetta svæði af fyrrum Fellbæingum, eigna sér svæðið og nefna það Nýja Fellabæ.

Því næst tæki auðvitað við að reisa rándýran fótboltavöll fyrir okkur, þó við séum ekki með fótboltalið og rífa alla körfuboltavelli, af því bara. Áfram Fellabær!

3 ummæli:

 1. einmitt!!! word up....true dat...

  Afram fellabær rífum alla körfuboltavelli !!!

  SvaraEyða
 2. Auh ég bý inní þríhyrningnum, heppin ég!

  SvaraEyða
 3. Gylfi: Fuck yeah!

  Anna: Verst að þú ert ekki Fellbæingur. Annars værirðu mjög heppin.

  SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.