þriðjudagur, 2. nóvember 2010

Nafngift

Í gær, sunnudag, var ég viðstaddur nafngift á nýjasta meðlimi Gunnarsson fjölskyldunnar, dóttur Björgvins bróður og Svetlönu, konu hans.

Athöfnin fór fram á heimili þeirra hjúa og var einstaklega vel heppnuð. Maður frá Siðmennt hélt smá tölu og ræða Björgvins varðandi nafnið var bæði fyndin og skemmtileg.

Stelpan fékk nafnið Valería Dögg.

Um leið og það var tilkynnt fór þetta lag að spilast í huganum:
Gullfallegt nafn á gullfallega frænku mína.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.