föstudagur, 1. október 2010

Uppáhalds

Hér er listi yfir öll þau lög sem ég hef getað staðið upp á kassa og tilkynnt að séu uppáhaldslögin mín, án þess að roðna (mikið):

1. Limahl - The never ending story (1985-1990)



Ég heyrði þetta lag fyrst í Trékyllisvík í lok minnar uppáhaldsmyndar á þeim tíma, The never ending story (1985 ca) og kannski fjórum sinnum eftir það til 1990, þegar ég gleymdi því.

2. The Dandy Warhols - Get off (2002-2004)



Ég heyrði þetta lag tveimur árum eftir að ég heyrði það fyrst (2002) og fattaði að ég elskaði það. Í kvöld hélt ég að ástin hefði kulnað, en mér skjátlaðist. Ennþá magnað lag, þó ekki uppáhalds lengur.

3. Familjen - Det snurrar i min skalle (2010-)



Þetta lag heyrði ég í morgun, rúmum þremur árum eftir að ég heyrði það fyrst og mér finnst það enn jafn magnað og þá. Svo magnað að ég öskraði með, án þessa að kunna stakt orð í sænsku (fyrir utan jutte bra).

Það er allt gott við þetta lag. Takturinn, laglínan, rafhlutinn, söngurinn, tungumálið, textinn, uppbygging og ekki síst myndbandið. Líklega uppáhalds myndbandið mitt líka.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.