þriðjudagur, 28. september 2010

Ást á þrekhjóli

Eftirfarandi ævintýri átti sér stað í ræktinni á föstudaginn þegar ég notaði þrekhjól í Laugum:
Smelltu á myndina fyrir stærra eintak í nýjum glugga!
Atriði 1: Ein lögulegasta kona allra tíma settist á næsta hjól við mig.

Atriði 2: Ég, haldandi utan um púlsmæli þrekhjólsins, sá að púlsinn hafði snarhækkað frá því hún settist niður. Gæti tengst því að ég áttaði mig á stöðunni; ég var rétt um 50 sentímetra frá því að vera í sleik við hana.

Ég kippti því höndunum af mælinum, svo mikið bar á.

Atriði 3: Þar sem líkami minn leyfir mér ekki að tala við konur af þessari fegurðargráðu, reyndi ég að tjá mig með öðrum hætti. Í þeirri veiku von að hún væri með "Hátt-level-á-þrekhjóli" blæti þegar kemur að karlmönnum, hækkaði ég levelið á hjólinu. Allt kom fyrir ekki.

Atriði 4: Hún lauk upphitun á þrekhjólinu og fór, án þess að vita að hún sæti við hliðina á einhverjum. Ég náði andanum aftur og var feginn að vera laus úr þessu sambandi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.