laugardagur, 9. október 2010

Teiknun


Á spjallþræði á minni uppáhaldssíðu, Reddit, bauðst maður til að teikna hvað sem er. Þar sem ég er einn sjálfhverfasti maður sem ég þekki bað ég hann að teikna þessa mynd af mér. Svo fór ég að sofa.

Í morgun beið mín þessi mynd:

Ég á enga bleika peysu, svo það sé á hreinu.
Ásamt athugasemdinni "That's some amazing hair bro" frá ókunnugum aðila, sem þýðist "Þetta er stórbrotið hár, bróðir".

Ég gæti erfiðlega verið sáttari við niðurstöðuna og er ansi hræddur um að ég sé ástfanginn af Reddit í kjölfarið.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.