miðvikudagur, 6. október 2010

Fylgimiðar Hummel

Ég og treyjan mín. Ath. á mig vantar hausinn vegna skorti á myndatökuhæfileikum.
Í gær keypti ég fyrstu hvítu íþróttatreyjuna mína. Ástæðan er einföld: enginn annar litur var til á þessum uppáhalds ræktartreyjum mínum frá Hummel.

En það var ekki ástæðan fyrir þessari færslu. Ástæðan er miðinn sem hékk á peysunni. Hann var dæmigerður að öllu leyti nema einu. Alls fylgdu fjórir miðar með treyjunni:

1. Efni treyjunnar útskýrt. Frábært efni, að sögn.
2. Mynd af einhverjum að spila fótbolta í svipaðri treyju.
3. Mynd af einhverjum að spila fótbolta í svipaðri treyju.
4. Uppskrift að 24-30 stykkjum af Danish (Vínarbrauði).

Af hverju? Ég sleppti ræktinni í kvöld og bakaði skrifaði þess í stað vínarbrauð þessa bloggfærslu. Takk Hummel.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.