sunnudagur, 10. október 2010

Kvikmyndagagnrýni

Ég náði þeim undarlega árangri í nýliðinni viku að fara á tvær leiðinlegustu myndir allra tíma í bíó. Hér koma smá umsagnir um þær:

Dinner for Schmucks
Einn leiðinlegasti karakter kvikmyndasögunnar (Steve Carrell sem Barry) lítur hér dagsins ljós. Um leið og hann birtist fór myndin í hundana. Þegar ég hélt að myndin gæti svo ekki orðið verri, upphófst einhver ömurlegasta sena sem ég hef séð í bíómynd (matarboðið). Ég hélt ég myndi kasta upp.

Sorglegt, þar sem í myndinni eru nánast allir leikararnir fyndnir, alla jafna. Bara ekki í þessari mynd.

Engin stjarna af fjórum.

Greenberg
Þessi mynd fjallar um ekkert, sem gerist fyrir engan á milli þess sem ekkert merkilegt er sagt um neinn eða neitt. Hápunktur myndarinnar er sennilega þegar dautt dýr finnst í sundlaug og ekkert er gert við það. Ég efast um að það sé hægt að gera leiðinlegri og tilgangslausari mynd.

Ég verð eiginlega reiður þegar ég hugsa um þessa mynd. Þvílíkt tilgangsleysi.

Engin stjarna af fjórum.

Mér finnst rétt að taka fram að þessi bloggfærsla er umsókn mín til allra stærri dagblaða landsins, sem kvikmyndagagnrýnandi.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.