mánudagur, 6. september 2010

Skoðanaskipting

Í síðustu viku breytti ég tveimur veigamiklum atriðum í fari mínu.

Annars vegar hætti ég að halda því fram að viðskiptavinir okurverslunarkeðjunnar 10-11 væru einfaldlega of uppteknir til að versla annarsstaðar. Nú held ég því fram að þar versli bara fólk sem kunni ekki að fara með peninga.

Hinsvegar hætti ég að versla í 10-11, þar sem ég hef nær eingöngu verslað síðustu þrjú árin.

Ég geri ráð fyrir að verða kominn á lista yfir topp 10 ríkustu íslendingana í lok árs, eftir þennan umsnúning.

0 athugasemdir:

Skrifa ummæli

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.