þriðjudagur, 7. september 2010

Skammdegisráð

Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem eiga erfitt með að sætta sig við skammdegisþunglyndið og/eða versnandi veðráttu.

1. Uppvakning
Það getur verið ömurlegt að skríða fram úr rúminu á morgnanna. Það ætti ég að þekkja, norðurlandameistarinn í yfirsvefni (en vinn það alltaf af mér og vel það).

Nýlega uppgötvaði ég aðferð til að stökkva á lappir á morgnanna, glaðvakandi. Ég stilli útvarpsvekjarann einfaldlega á Útvarp Sögu. Þar byrjar þáttur klukkan níu sem snýst um innhringingar fólks sem finnst ekkert skemmtilegra en að tuða yfir pólitík.

Ég er yfirleitt kominn á fætur, klæddur og búinn að slökkva á útvarpinu klukkan 10 sekúndur yfir níu.

2. Frí tónlist
Til að lyfta sér upp er ágætt að hlusta á góða tónlist. Stundum nægir það ekki. Þá er gott að hlusta á ókeypis, góða tónlist. Hægt er að hlusta á nýja disk Röyksopp, Senior, gjaldfrjálst hér.

Að vísu er hlustunin lögleg, sem dregur úr ánægjunni. En það verður að hafa það.

3. Rigningarhlustun
Þegar rignir finnst mér notalegt að slökkva eða lækka í þessari síðu og njóta þess að hlusta á rigninguna á meðan ég plana næsta illvirki.


Af hverju er ég að deila þessum ráðum með lesendum? Af því við erum lið! Og það er ekkert i í lið.

2 ummæli:

  1. Já úffff og nafnið á þessum þætti " spjallþátturinn línan er laus " blaaaa þurfti að hlusta á þetta í allt sumar því gamla leðið luuuuuuves this !

    SvaraEyða
  2. hehe já. Mig grunar að ég sé ekki í markhópi þessa hóps.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.