miðvikudagur, 8. september 2010

Sjálfsgooglun

Á miðnætti í kvöld, þegar ég vaknaði eftir að hafa lagt mig í 10 mínútur, 18 sinnum í röð, datt mér í hug að Googla sjálfan mig og sjá hversu merkilegur ég er.

Það gleður mig að tilkynna að ef Googlað er "Finnur, sem er dökkhærður og fer oft í bíó og á Peugeot" er þessi síða efst í niðurstöðum!

Takmarki mínu er náð. Góð tilfinning.

2 ummæli:

  1. haha ! Þetta er fínasti prófæll!:)

    SvaraEyða
  2. Takk. Átta ár af bloggun. Vel þess virði.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.