þriðjudagur, 24. ágúst 2010

Jákvæðnin

Eftir síðustu færslu ákvað ég að hefja nýtt tímabil í lífi mínu; öld jákvæðninnar!

Það byrjaði á spjallforritinu MSN en þar spjallaði ég við Sibba vin minn um körfubolta:

Sibbi
ég á ekki eftir að standa mig vel á æfingu í kvöld

Finnur
láttu ekki svona
brostu!


Sibbi
hahahaha
þú að segja brostu er eitthvað það fyndnasta sem ég veit umÞar með lauk öld jákvæðninnar. Hún entist í 37 sekúndur.

2 ummæli:

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.