þriðjudagur, 4. maí 2010

Nokkur tónlöst

Í morgun heyrði ég nýtt lag með hljómsveitinni Blur. Ég hafði heyrt það fyrst fyrir tveimur dögum og fannst það ágætt þá. Í morgun fannst mér það svo aðeins betra en ágætt.

Ég dró því fram gamla mynd sem gefur til kynna hvað mér muni finnast um þetta lag eftir ákveðinn tíma:

Þetta útskýrir ca allt.

Týpa A af lögum finnst mér alltaf mjög góð fyrstu 4-5 skiptin sem ég heyri þau en eftir það hrynur álit mitt á þeim. Oftar en ekki eru þetta mellupoppsmellir sem maður skammast sín fyrir að hlusta á.

Týpa B er venjulega sæmilega vinsæl lög. Dæmigert Bylgjulag er B-týpa. Eftir ákveðinn tíma fær maður þó viðbjóð á því.

Týpa C eru klassísk lög. Í fyrstu eru þau frekar slöpp en því oftar sem ég hlusta, því betri verða þau. Þessi lög lækka aldrei mikið í áliti eftir að toppi er náð. Næstum öll lög Nick Cave flokkast sem týpa C.

Hér eru dæmi um allar týpur:

Týpa A:
Timbaland - Morning after dark

Þetta lag er ég með á heilanum og skammast mín mjög mikið fyrir. En ég fórna því litla orðspori sem ég hef fyrir þetta dæmi.

Týpa B:
Blur - Fool's day

Þetta lag heyrði ég einmitt í morgun. Er enn að hækka. Eftir ca 2-3 vikur fer það aftur niður. Þangað til reyni ég að njóta þess.

Týpa C:
Nick Cave - Brompton Oratory

Ég man ekki eftir að hafa heyrt þetta lag í fyrsta skipti. Sennilega af mér fannst það ekkert sérstakt þá. Í dag er það klassík.

2 ummæli:

  1. Ég er 100% sammála þér! REM er fyrir mér fullkomið dæmi um c týpu hljómsveit, sama með Meat Loaf, Tom Waits, Nick Cave, Leonard Cohen og fl. En hvaða djöfulsins fáviti gerði "myndbandið" við nýja Blur lagið?

    SvaraEyða
  2. Jebb. REM hafa reyndar átt poppslagara í B.

    Þetta er talið eitt besta myndband síðustu ára. Ég veit ekki hver telur það.

    SvaraEyða

ATH. Þegar athugasemd hefur verið rituð þarf stundum að staðfesta hana, eftir að smellt hefur verið á "Post Comment". Hafið það í huga.